Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 111
STRÁKAPÖR
109
út boðskort til embættismanna
og blaðamanna í Washington og
bauð þeim til síðdegisdrykkju til
að hitta herra Titus Oates.
Samkvæmissalurinn troðfyllt-
ist. Fáir ef nokkrir gestanna
létu í ljós neina forvitni um það
hver hann væri þessi Títus Oat-
es. Þeir stóðu bara og drukku
og borðuðu. Dixon lét við svo
búið standa að sinni, en hvarf
svo hljóðlega á braut eftir að
hafa leigt sér tvo léttastráka
til að ganga milli gestanna og
afhenda þeim kort, sem á var
ritað:
„Herra Dixon þykir fyrir að
þurfa að tilkynna, að Titus Oat-
es lézt í Englandi árið 1705.“
#
Ef þetta yfirlit skyldi nú ekki
reynast nægjanleg vörn fyrir
strákapörin, þá skulum við að
endingu hugleiða söguna um
Marvin Pipkin.
1 hvert sinn sem ráðinn var
nýr verkfræðingur í General El-
ectric verksmiðjurnar, gerðu
gömlu verkfræðingarnir sér það
til gamans að fela honum að
leysa af höndum það óvinnandi
verkefni, að gera ljósaperu
matta að innan. Það var útskýrt
fyrir byrjandanum, að þetta
væri nauðsynlegt þar sem mött
ljósapera bæri meira ljós en sú,
sem óhúðuð væri, og fórnar-
lambið hófst handa af mikl-
um dugnaði og hélt áfram þar
til hann var leiddur í allan sann-
leika um hrekkinn.
En svo kom að því, að Marvin
Pipkin var ráðinn til verksmiðj-
unnar og fengið húðunarstarfið
til viðfangs. Hann fann ekki
aðeins upp aðferð til að gera
ljósaperur mattar að innan,
heldur uppgötvaði hann um leið
aðferð til að styrkja perurnar
svo að þær entust miklu lengur.
Og þessvegna er það, að kaup-
endur fá nú miklu bjartari og
sterkari ljósaperur við helmingi
lægra verði heldur en fáanleg-
ar voru áður en verkfræðing-
arnir hrekktu Pipkin.
íslenzk strákapör.
Á íslandi hafa strákapör ver-
ið framin frá upphafi lands-
byggðar, og til eru sögur um
það að jafnvel hinir göfugustu
menn og höfðingjar hafi
hneigzt til þeirrar iðju. Má
þar nefna Egil Skallagrímsson,
sem hafði mesta döngun til
þess í ellinni að ríða á Alþing
og dreifa silfri sínu um vell-
ina svo að menn berðust um
það.
Óteljandi voru þeir prestar,
allt frá Sæmundi í Odda og
fram á miðjar aldir sem höfðu
mesta gleði af því að hrekkja
þann vonda og var stundum
svo langt gengið í harðneskj-
unni og prettunum að nútíma-
lesendum hrýs hugur við.
Þá koma prakkarasögurnar
um skáldin og foringja endur-
reisnartímabilsins og sjálfstæð-