Úrval - 01.12.1954, Page 87
ERU MEGINLÖND JARÐARINNAR Á FLAKKI ?
85
Þessar deilur hafa nú staðið
í fjörutíu ár, og ekki var sjáan-
leg nein lausn á þeim í náinni
framtíð. En nú virðast menn
hafa gert sér ljóst, að hægt
ætti að vera að skera úr ýms-
um vafaatriðum með því að
mæla segulmagnið í berglögum
frá ýmsum tímum og á mörgum
stöðum á jörðinni. Eins og áður
var getið á segulsvið berglaga,
sem myndast hafa á norður
hveli jarðar að hafa stefnu
norður og niður á við, en á suð-
urhveli norður og upp á við.
Hallinn á kompásnálinni á auk
þess að geta gefið til kynna á
hvaða breiddargráðu (en ekki
lengdargráðu) berglögin mynd-
uðust: ef þau hafa t. d. mynd-
ast við miðbaug vísar segulnál-
in lárétt, en hafi þau myndast
við annanhvorn pólinn vísar hún
lóðrétt. Þessi aðferð til að finna
á hvaða lengdargráðu berglög
hafa myndast gildir jafnt þó að
segulsvið jarðarinnar hafi snú-
izt við: Þó er sú forsenda nauð-
synleg, að möndull segulsviðs
jarðarinnar hafi aldrei f jarlægzt
mikið hinn landfræðilega mönd-
ul jarðarinnar, þ. e. möndulinn
sem jörðin snýst um.
Aðra tilgátu er hægt að prófa
með segulmagnsmælingum í
bergi: sem sé þá, að afstaða
meginlandanna hvers til annars
hafi ekki breytzt, en að jarð-
skorpan í heild hafi færzt til
miðað við landfræðilegan mönd-
ul jarðarinnar.
Sem stendur er unnið að mæl-
ingum á segulmagni berglaga
frá ýmsum tímum jarðsögunnar
í mörgum löndum. Of snemmt
er að tala um endanlegar nið-
urstöður, en ég tel mjög senni-
legt, að innan fárra ára mun-
um við hafa fengið úr því skor-
ið, hvort meiriháttar hreyfingar
meginlandanna til norðurs eða
suðurs hafa átt sér stað, t. d.
hvort Indland og Suður-Afríka
hafi verið nálægt suðurpólnum
fyrir 200 milljónum ára. Við
rannsóknir á nýja, rauða sand-
steininum í Englandi fékkst ein
óvænt niðurstaða. Það kom í
ljós, að stefna segulsviðsins í
þessum berglögum er sem næst
30° misvísandi í norður. Þetta
er talið benda til, að meginland
það, sem nú er England, hafi
snúizt um 30° réttsælis á þeim
170 milljónum ára, sem liðin
eru síðan berglög þessi mynd-
uðust. Mælingar á enn eldri
berglögum hafa gefið svipaða
en þó ekki eins ótvíræða niður-
stöðu. Við þetta vaknar önnur
áleitin spurning: ef England
hefur snúizt svona, hefur þá
meginland Evrópu einnig snú-
izt? Til þess að fá svar við
þeirri spurningu fóru nokkrir
ungir starfsbræður mínir í leið-
angur síðastliðið haust til Spán-
ar til að safna sýnishornum úr
álíka gömlum berglösum. Þeg-
ar þeir steinar hafa verið mæld-
ir, ætti að fást svar við þessari
spurningu.