Úrval - 01.12.1954, Page 87

Úrval - 01.12.1954, Page 87
ERU MEGINLÖND JARÐARINNAR Á FLAKKI ? 85 Þessar deilur hafa nú staðið í fjörutíu ár, og ekki var sjáan- leg nein lausn á þeim í náinni framtíð. En nú virðast menn hafa gert sér ljóst, að hægt ætti að vera að skera úr ýms- um vafaatriðum með því að mæla segulmagnið í berglögum frá ýmsum tímum og á mörgum stöðum á jörðinni. Eins og áður var getið á segulsvið berglaga, sem myndast hafa á norður hveli jarðar að hafa stefnu norður og niður á við, en á suð- urhveli norður og upp á við. Hallinn á kompásnálinni á auk þess að geta gefið til kynna á hvaða breiddargráðu (en ekki lengdargráðu) berglögin mynd- uðust: ef þau hafa t. d. mynd- ast við miðbaug vísar segulnál- in lárétt, en hafi þau myndast við annanhvorn pólinn vísar hún lóðrétt. Þessi aðferð til að finna á hvaða lengdargráðu berglög hafa myndast gildir jafnt þó að segulsvið jarðarinnar hafi snú- izt við: Þó er sú forsenda nauð- synleg, að möndull segulsviðs jarðarinnar hafi aldrei f jarlægzt mikið hinn landfræðilega mönd- ul jarðarinnar, þ. e. möndulinn sem jörðin snýst um. Aðra tilgátu er hægt að prófa með segulmagnsmælingum í bergi: sem sé þá, að afstaða meginlandanna hvers til annars hafi ekki breytzt, en að jarð- skorpan í heild hafi færzt til miðað við landfræðilegan mönd- ul jarðarinnar. Sem stendur er unnið að mæl- ingum á segulmagni berglaga frá ýmsum tímum jarðsögunnar í mörgum löndum. Of snemmt er að tala um endanlegar nið- urstöður, en ég tel mjög senni- legt, að innan fárra ára mun- um við hafa fengið úr því skor- ið, hvort meiriháttar hreyfingar meginlandanna til norðurs eða suðurs hafa átt sér stað, t. d. hvort Indland og Suður-Afríka hafi verið nálægt suðurpólnum fyrir 200 milljónum ára. Við rannsóknir á nýja, rauða sand- steininum í Englandi fékkst ein óvænt niðurstaða. Það kom í ljós, að stefna segulsviðsins í þessum berglögum er sem næst 30° misvísandi í norður. Þetta er talið benda til, að meginland það, sem nú er England, hafi snúizt um 30° réttsælis á þeim 170 milljónum ára, sem liðin eru síðan berglög þessi mynd- uðust. Mælingar á enn eldri berglögum hafa gefið svipaða en þó ekki eins ótvíræða niður- stöðu. Við þetta vaknar önnur áleitin spurning: ef England hefur snúizt svona, hefur þá meginland Evrópu einnig snú- izt? Til þess að fá svar við þeirri spurningu fóru nokkrir ungir starfsbræður mínir í leið- angur síðastliðið haust til Spán- ar til að safna sýnishornum úr álíka gömlum berglösum. Þeg- ar þeir steinar hafa verið mæld- ir, ætti að fást svar við þessari spurningu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.