Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 69
FRUMSKÓGAFlLLINN
67
að fara út í aftur og draga
hann upp úr með valdi. Hún
gaf honum nokkur dugleg vand-
arhögg með rananum fyrir ó-
hlýðnina og kálfurinn vældi eins
og grís. Svo héldu þau aftur
af stað inn í frumskóginn til
að bíta. Ég sá hvernig hún
beygði niður pálmatrén og
kenndi kálfinum að þekkja
yngstu og næringarríkustu
blöðin.
Mér fannst ég aldrei hafa
komizt í kynni við jafnskemmti-
leg dýr og fílana, en nokkrum
dögum seinna gerðu þeir mér
illa gramt í geði. Þeir höfðu
rekizt á bækistöð okkar á fljóts-
bakkanum meðan við vorum
fjarverandi við vinnu okkar.
Þegar við komum heim að
kvöldi var allt brotið og braml-
að. Þökin, sem við höfðum
byggt, höfðu þeir rifið niður
og stóru blikkkassana, sem við
geymdum í mat og fatnað, höfðu
þeir troðið undir fótum. Þeir eru
óskaplega forvitnir, og þegar
þeir sjá eitthvað nýtt, verða
þeir að grandskoða það og leika
sér að því.
Það kemur oft fyrir á Súm-
atra, þar sem mikið er um fíla,
að þeir rífa upp símastaura á
margra mílna kafla, þar sem
þeir liggja gegnum frumskóg-
inn. Rekist þeir á mannlausan
bíl á afskekktum þjóðvegi, eiga
þeir til að velta honum við til
þess að sjá hvernig hann er
að neðan. Maður getur brosað
að þessari gamansemi fílanna —
ef maður verður ekki fyrir barð.
inu á henni sjálfur.
Á Malakkaskaga, tólf mílum
fyrir norðan Singapore, komst
ég einu sinni í kynni við gaman-
semi fílanna. Ég var í eftirlits-
ferð í kínverskri sögunarverk-
smiðju, sem stóð við fljóts-
mynni. Hún fékk hráefni sitt
frá birgðastöð um tíu km inni
í landi. Frá birgðastöðinni lágu
járnbrautarspor niður að sög-
unarverksmiðjunni. Það var lít-
ill, jafn halli alla leiðina, svo
að ekki þurfti neina eimiæið til
að draga vagnana. Þeir rmmu
sjálfir með hlass sitt alla leið-
ina niður að verksmiðju, en
skógarhöggsmennirnir ýttu
þeim tómum til baka á hverj-
um morgni, þegar þeir fóru til
vinnu sinnar.
Ég sá hlaðna vagnana koma
hvern á fætur öðrum. En allt
í einu varð hlé og liðu tveir tím-
ar án þess að nokkur vagn
kæmi. Verkstjórinn bölvaði leti
verkamannanna. Þegar fimm
tímar liðu án þess nokkur vagn
kæmi, lögðum við af stað upp
með brautinni til þess að at-
huga hverju þetta sætti.
Við vorum komnir tæplega
hálfa leið, þegar við sáum hóp
fíla fyrir framan okkur. Og við
brautina, þar sem fílarnir stóðu,
lágu margir vagnar á hliðinni.
Við stöldruðum við og horfðum
undrandi á þetta. Ekki höfðum
við lengi staðið þarna þegar við
heyrðum vagn koma eftir spor-
inu. Fílarnir heyrðu líka í hon-