Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 79
Sögiunaður seg.ir frá óvenjulegu atviki,
sem kom fyrir hann í Casablanca, hafn-
arhorginni á vesturströnd Afríku.
Lifandi lík í Casahlanca.
Grein úr „The American Mercury“,
eftir Charles G. Schlee.
AÐALSKRIFSTOFA okkar í
Casablanca í Marokkó var
þriggja hæða hús á fjölförnu
götuhorni, ekki fjarri stóru
torgi: Place de France. Fyrir
framan hvert skrifstofuherbergi
voru litlar svalir, sem slúttu
fram yfir gangstéttina, og eng-
inn lét sér annað til hugar koma
en leggja bílnum sínum hinum
megin götunnar, ef hann vildi
forða honum undan logandi
vindlingastubbum, sem hið iðju-
sama starfslið okkar kastaði frá
sér þegar það var að sóla sig
á svölunum eða horfa á lífið á
götunni fyrir neðan.
Tilbreytingu skorti aldrei,
maður gat verið nokkurn veginn
viss um, að stæði maður upp frá
skrifborðinu til að teygja stirða
fæturna og kveikja sér í síga-
rettu, mundi eitthvað skemmti-
legt bera fyrir augu niður á göt-
unni áður en sígarettunni var
lokið og maður hafði fleygt
stubbnum fram af svölunum.
Kannski voru það bara tveir
eða þrír vagnhestar, sem dottið
höfðu á hálum götusteinunum
— það var furðulegt hve margir
urðu á samri stundu til þess að
gefa ráð og leiðbeiningar um
það hvernig bezt væri að koma
þeim á fætur aftur. Kannski
varð árekstur milli bíla, en slíkt
er kærkomin tilbreyting í öllum
löndum. Vegfarendur höfðu þá
tekið afstöðu með og móti löngu
áður en ökumennirnir höfðu náð
sér eftir áreksturinn og upphaf-
ið ákafar deilur um málið. Þeg-
ar svo bar við varð verkfall á
öllum skrifstofum og allir fóru
út á svalir og fyrr en varði voru
svalargestir á þriðju hæð komn-
ir í stælur við vegfarendur niðri
á götunni.
Að lokum kom svo lögreglu-
þjónn á vettfang, og þegar hann
hafði skrifað hjá sér nöfn afa
og ömmu ökumannanna — en
það er nauðsynlegur liður í
starfi fransks lögreglumanns
undir svona kringumstæðum —
gerðist hann deiluaðili, þó að
mannþyrpingin væri nú orðin
svo þétt, að hann yrði fljótlega
að skera niður umræður til þess
að greiða fyrir umferðinni. Þeg-