Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 115
Vorkenndu eldd sjálfum þér!
Framhald af 4. kápusíðu.
geta aldrei í einlægni vorkennt
öðrum.
Á yngri árum, þegar ég var
starfandi læknir í námuhéraði í
Wales, var ég kallaður til konu
námustjóra nokkurs. Námustjór-
inn var mikill á velli og mælsk-
ur mjög, talaði sem leikprédik-
ari í kirkjimni á sunnudögum og
var talinn forgöngumaður um
góða siði í þorpinu. Konan hans
var hæglát og daufgerð, fyrir-
myndar húsmóðir, góð og — að
ég hygg — ókvartsjúk eiginkona.
Ég skoðaði konuna og komst að
þeirri niðurstöðu, að hún væri
með illkynjað æxli í lifrinni. Með
þungum hug færði ég manni
hennar þau sorgartíðindi, að hún
ætti aðeins skammt eftir ólifað.
Ég gleymi aldrei viðbrögðum
hans og því sem hann sagði.
Hann greip skelfingu lostinn í
handlegg mér og sagði: „Guð
minn góður, læknir, hvaö veröur
um mig, þegar hún er farin?"
Engin lifandi skepna er brjóst-
umkennanlegri en maðurinn, sem
heldur, að erfiðleikar hans og á-
hyggjuefni séu sá möndull, sem al-
heimurinn snýst um. Hinn heims-
kunni sálsýkisfræðingur Jung
prófessor lét svo um mælt einu
sinni, að þriðjungur allra þeirra
sem kæmu til hans á taugasjúk-
dómadeildina, þjáðust einungis af
hinum hörmulegu afleiðingum
stöðugrar sjálfsumhyggju og
-vorkunnar.
Efi og ótti, tveir mestu óvinir
mannlegra framfara, eru fæddir
i myrkri sjálfsmeðaumkunar, og
ef við látum undan þeim, eru
þau okkur stöðugur f jötur um fót.
Því aðeins getum við lyft grettis-
taki, að við lyftum huga okkar
yfir okkur sjálf og gerum okk-
ur ljóst, að í sérhverri viðleitni
er óeigingirnin, sem að baki henn-
ar liggur, mælikvarðinn á árang-
urinn. Þá fyrst þegar við hætt-
um að kvarta undan kringum-
stæðunum, en byrjum í stað þess
að hagnýta okkur þær til fram-
gangs, munum við uppgötva þann
leynda mátt og þá möguleika,
sem búa innra með okkur.
Þannig getiun við, þegar ógæfa,
raunveruleg ógæfa, dynur yfir,
mætt henni með óskertum kröft-
um og jafnvel snúið henni okkur
í hag. Hg hef séð mörg dæmi
slíks í lífi mínu.
Ungur vinur minn, er hlotið
hafði viðurkenningu sem mjög
efnilegur málari fyrir heimsstyrj-
öldina síðari, var skotinn niður
í orustuflugvél sinni í orustunni
um Bretland. Hlaut hann fótbrot
á báðum fótum og höfuðkúpu-
brot sem skaddaði sjóntaugina
svo, að hann varð blindur á báð-
um augum. Eg heimsótti hann
nokkru eftir að hann var kominn
af sjúkrahúsinu og bjóst við að
hitta örkumla vesaling í hjóla-
stól. I stað þess kom ég að hon-
um þar sem hann stóð við hækj-
ur og var niðursokkinn í að raða
kubbum á háu vinnuborði. „Ur
þvi að ég get ekki málað lengur,"
Framhald á 2. kápusíðu.