Úrval - 01.12.1954, Page 65
„ÞEIM ÞYKIR EKKI VÆNT UM MIG“
63.
stöðugt á henni. Hún hafði
aldrei verið ein fyrr á ævi sinni,
alltaf verið dáð og umsetin. Nú
reyndi hún að drepa tímann með
allskyns hjástundi. Þegar Sissa
var hálfs annars árs, sagði
hún: „Sissu þykir vænst um
pabba, svo brúðuna og svo
mömmu.“ Þessi orð Sissu
brenndu sig inn í frú Jakobsson.
Án þess hún gerði sér grein
fyrir því, stóðu þau eins og
fleinn í hjarta hennar.
Seinna eignaðist hún tvo
drengi og átti í smáerfiðleikum
með þá, eins og gengur, en
þrátt fyrir þetta sagði hún:
,,Ég er hamingjusöm, ég á mörg
áhugamál, sem taka tíma minn,
en samt hefði ég kosið, að
börnin væru mér eins mikið
áhugamál og öll hin.“ Samvizk-
an lét hana ekki í friði, hún
spurði sjálfa sig, hvort hún væri
ekki í raun og veru kaldlynd.
SISSA tók föður sinn fram
yfir móður sína á sama
hátt og frú Jakobsson hafði ver-
ið hændari að föður sínum.
Sissa var ekki önug við pabba
sinn og hann var góður við
hana.
Frú Jakobsson var í raun og
veru ekki kaldlynd, en henni
fannst aðrir vísa sér á bug,
einkum þó Sissa. Hún var ef til
vill einnig dálítið afbrýðissöm
bæði gagnvart manni sínum og
Sissu, vegna dáleikanna sem
voru milli þeirra. Hún var ekki
lengur barn hamingjunnar, og
leitaði lausnar á vandamálum
sínum í ýmiskonar athafnasemi
út á við. Þessi tilfinning gagn-
vart Sissu hafði fyrst gert vart
við sig þegar hún vildi ekki
taka brjóstið.
Ég hef þekkt margar mæður,
sem hefur orðið svipað innan-
brjósts þegar barnið vill ekki
taka brjóst. Áhrifin verða gagn-
kvæm, móðurinni sárnar og
hún verður óróleg þegar barn-
ið þrífst ekki, og óróleiki móð-
urinhar hefur áhrif á barnið,
það verður líka órólegt og enn
ófúsara að taka brjóstið. Við
það rofna tengslin milli móður
og barns og hin gagnkvæma
sælutilfinning sem jafnan fylgir
brjóstgjöf þokar fyrir sársauka
og gremju.
"C'R nokkuð hægt að gera til
að bæta úr svona ástandi eða
koma í veg fyrir það? Ég býst
við, að sumir muni telja sig
svikna, ef þeir fá ekki jákvætt
svar við þeirri spurningu. Það
sé gott og blessað að fá skýr-
ingar á þeim hvötum, sem liggja
að baki gjörða okkar, en hitt
sé meira um vert, að bent sé á
einhver ráð til úrbóta. Sannleik-
urinn er hinsvegar sá, að slík
ráð er ekki hægt að gefa. Þau
vandamál sem upp koma í sam-
bandi við börnin, geta að vissu
marki verið almenn, en þau fá
alltaf svip af hinu sérstaka
sálarástandi móðurinnar, fortíð
hennar og öllum heimilisástæð-
um. Bezt ráð verða fundin, ef'