Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 27

Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 27
BRÚÐAKAUPIN 25 lagði heyrnartólið á og bældi niður í sér hláturinn. Þegar Finaud kom inn í borð- stofu Delpuechs, ríkti þar dauðaþögn, en í næstu andrá helltu átta fokvondir foreldrar sér yfir hann. Ungu hjónin sátu þögul úti í horni. Þrumuraust Delpuechs yfirgnæfði allt. „Hvað hefur þú gert, þorp- arinn þinn?“ öskraði hann, „hvernig gaztu fengið af þér að gera þetta?“ Og svo réðist allur skarinn að honum með brígslyrðum og ásökunum. Fin- aud dró höfuðið niður á milli axlanna, og beið þess að veðr- inu slotaði. Loks tókst honum að láta til sín heyra. „Segið mér, í Herrans nafni, hvað þetta á að þýða. Segið mér að minnsta kosti hvað mál- ið snýst um.“ „Vertu ekki með nein láta- læti, lubbinn þinn, þú veizt vel hvað komið hefur fyrir. Þú hef- ur gift börnin okkar röngum persónum, þú hefur svikið okk- ur. Það skal verða þér dýrt . ..“ „Hvaða þvættingur er þetta? Gift þau röngum? . . . Ég held nú síður. Hérna er hjónavígslu- bókin. Lesið þið sjálf. Marysa Delprat og Jeannot Brunet; Jú- líetta Delpuech og Charlot Gron- din. Átti það ekki að vera svona? Þið vorum öll viðstödd og heyrðuð hvernig hjónavígsl- urnar fóru fram.“ „En herra Finaud,“ hrópaði Marysa óð og uppvæg, „við vor- um búin að koma okkur saman um . . . Þér voruð búinn að lofa . . . Þér ætluðuð að sjá um prestinn og allt. Og það voruð þér, sem sögðuð að enginn mundi heyra neitt, ef við stúlk- urnar pískruðum nógu mikið. Guð minn almáttugur, hvað haf- ið þér gert, æ, æ, æ, en sú ó- gæfa! Hvernig gátuð þér gert þetta?“ „Elsku, litla Marysa mín, var þessi barnaskapur alvara þín? Þetta var auðvitað bæði ólög- legt og ómögulegt eftir að búið var að lýsa með ykkur. Þú hlauzt að vita það sjálf. Ég lof- aði ekki heldur neinu, og það er ekki mín sök þó að þú hafir ímyndað þér einhverja vitleysu. Ég þvæ hendur mínar. Ef erind- ið var ekki annað en þetta, ætla ég að biðja ykkur að hafa mig afsakaðan, ég hef í mörgu að snúast.“ Hann átti bágt með að dylja hæðnisbros sitt, þegar hann bætti við: „Hvað mig snertir, þá er allt í stakasta lagi.“ „Hvað þig snertir, já, fals- hundurinn þinn, þú lékst á stúlkurnar og nú . . .“ grenjaði bakarinn og var nærri búinn að fá slag af vonzku, en lögmað- urinn greip fram í fyrir hon- um og var óðamála: „Auðvitað, auðvitað, kæri Finaud, auðvitað er allt í lagi; þetta er bara smá- vegis misskilningur, sem enga þýðingu hefur. Þetta er allt eins og það á að vera og enginn skaði skeður. Þér gegnið yðar embætti prýðilega og ég vona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.