Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 41
NÚTÍÐ OG FORTlÐ 1 MAROKKÓ
39
tengslum við gistihús í París.
Bandarískir kaupsýslumenn,
flestir fyrrverandi hermenn,
sem ílentust eftir styrjöldina,
eru áhrifamiklir í borginni.
Nafntogaðasta hverfið í borg-
inni er Bousbir, sem sagt er að
sé stærsta vændiskvennahverfi
í heimi. Þetta er einskonar borg
1 borginni, og eru þar skráðar
um 11000 vændiskonur. Flestar
eru þær arabískar, en þó má sjá
þar konur af næstum öllum
þjóðernum. Sagt er, að arabísk-
ar stúlkur úr sveituin landsins
ráði sig til sex mánaða í Bous-
bir, og eftir að hafa safnað þar
heimanmund, hverfi þær aftur
til heimkynna sinna og giftist
þar.
Fez er sennilega rómantísk-
asta borg í heimi. Hún er inni
1 landi, í dai sem umluktur er
fjöllum. Hún er hin andlega
höfuðborg landsins, miðstöð
trúarbragða, lista og menning-
ar. Þar er að finna í ríkum mæli
allt, sem einkennir múhamm-
eðskt þjóðlíf — asna á ferli um
þröngar götur, gosbrunna í lok-
uðum húsagörðum, hvellan
klukknahljóm frá grönnum mín.
arettum, moskur (musteri), sem
vestrænir menn hafa aldrei stig-
ið fæti í, og allsstaðar getur að
líta hin márísku bogagöng. Fez
er sterkasta vígi þjóðernissinna,
borgarbúar eru róttækir í
stjórnmálum, þó að þeir séu
strangtrúaðir Múhammeðstrú-
armenn. ,,Hér hata þeir okk-
ur, jafnvel með augunum,“
sagði franskur liðsforingi við
mig.
Nafnið Marokkó er dregið af
Marrakesh, hinni fornu höfuð-
borg Berba, sem enn er mikil
markaðsborg fyrir ættflokkana
í norðvestur eyðimörkinni. Þar
eru appelsínutré og sypressur
grannar eins og blýantar, bou-
gainvillea og hibiscus, rósagarð-
ar, döðlupálmar, með blöðum
sem bera við himin eins og sag-
ir, og jacaranda, á litinn eins
og sykraðar fjólur.
Marrakesh er næststærsta
borg landsins, með 239.200 íbúa
og rekur sögu sína aftur til 1062.
Götur hennar eru ekki nærri
eins þröngar og krókóttar og
götur Fez. En hvergi — jafnvel
ekki í Istanbul fyrir stríð — hef
ég séð jafnlitskrúðugt mannhaf
og þar. Hér eru kakóbrúnir Ber-
bar í indigóbláum skikkjum og
Senegalar svartir eins og Cer-
berus. Hörundslitur er í öllum
blæbrigðum — mahoníbrúnn,
gullbrúnn, súkkulaðibrúnn, gul-
brúnn og kolsvartur. Bændur
koma með ull og geitur og fá
í staðinn sykur, krydd og lit-
klæði.
Hvergi er litskrúðið eins mik-
ið og á markaðstorginu ■— Dje-
maa el Fna, sem þýðir Dauða-
torgið. En dauðinn ríkir hér
ekki, allt er magnað lífi, varla
verður þverfótað fyrir lausum
söluborðum með varningi, en
auk þess er þarna hinn opinberi
skemmtistaður fólksins.
Fjörugast er lífið á þessu lit-