Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 41

Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 41
NÚTÍÐ OG FORTlÐ 1 MAROKKÓ 39 tengslum við gistihús í París. Bandarískir kaupsýslumenn, flestir fyrrverandi hermenn, sem ílentust eftir styrjöldina, eru áhrifamiklir í borginni. Nafntogaðasta hverfið í borg- inni er Bousbir, sem sagt er að sé stærsta vændiskvennahverfi í heimi. Þetta er einskonar borg 1 borginni, og eru þar skráðar um 11000 vændiskonur. Flestar eru þær arabískar, en þó má sjá þar konur af næstum öllum þjóðernum. Sagt er, að arabísk- ar stúlkur úr sveituin landsins ráði sig til sex mánaða í Bous- bir, og eftir að hafa safnað þar heimanmund, hverfi þær aftur til heimkynna sinna og giftist þar. Fez er sennilega rómantísk- asta borg í heimi. Hún er inni 1 landi, í dai sem umluktur er fjöllum. Hún er hin andlega höfuðborg landsins, miðstöð trúarbragða, lista og menning- ar. Þar er að finna í ríkum mæli allt, sem einkennir múhamm- eðskt þjóðlíf — asna á ferli um þröngar götur, gosbrunna í lok- uðum húsagörðum, hvellan klukknahljóm frá grönnum mín. arettum, moskur (musteri), sem vestrænir menn hafa aldrei stig- ið fæti í, og allsstaðar getur að líta hin márísku bogagöng. Fez er sterkasta vígi þjóðernissinna, borgarbúar eru róttækir í stjórnmálum, þó að þeir séu strangtrúaðir Múhammeðstrú- armenn. ,,Hér hata þeir okk- ur, jafnvel með augunum,“ sagði franskur liðsforingi við mig. Nafnið Marokkó er dregið af Marrakesh, hinni fornu höfuð- borg Berba, sem enn er mikil markaðsborg fyrir ættflokkana í norðvestur eyðimörkinni. Þar eru appelsínutré og sypressur grannar eins og blýantar, bou- gainvillea og hibiscus, rósagarð- ar, döðlupálmar, með blöðum sem bera við himin eins og sag- ir, og jacaranda, á litinn eins og sykraðar fjólur. Marrakesh er næststærsta borg landsins, með 239.200 íbúa og rekur sögu sína aftur til 1062. Götur hennar eru ekki nærri eins þröngar og krókóttar og götur Fez. En hvergi — jafnvel ekki í Istanbul fyrir stríð — hef ég séð jafnlitskrúðugt mannhaf og þar. Hér eru kakóbrúnir Ber- bar í indigóbláum skikkjum og Senegalar svartir eins og Cer- berus. Hörundslitur er í öllum blæbrigðum — mahoníbrúnn, gullbrúnn, súkkulaðibrúnn, gul- brúnn og kolsvartur. Bændur koma með ull og geitur og fá í staðinn sykur, krydd og lit- klæði. Hvergi er litskrúðið eins mik- ið og á markaðstorginu ■— Dje- maa el Fna, sem þýðir Dauða- torgið. En dauðinn ríkir hér ekki, allt er magnað lífi, varla verður þverfótað fyrir lausum söluborðum með varningi, en auk þess er þarna hinn opinberi skemmtistaður fólksins. Fjörugast er lífið á þessu lit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.