Úrval - 01.12.1954, Síða 98

Úrval - 01.12.1954, Síða 98
96 ÚRVAL morguns dag nokkurn gekk Troy með fjórum félögum sín- um ofan Pimmtugustu-og- fjórðu götu til Fimmta-stræt- is. Þeir voru í samfestingum, báru haka og skóflur og höfðu útvegað sér rauð ljósker og skilti með áletrunni ,,Menn að vinnu.“ Svo hófust þeir handa andspænis gamla Rockefeller húsinu og tættu upp götuna. Um hádegið höfðu þeir grafið þarna myndarlegustu gryfju. 'Troy reisti nú þarna veifur og skilti og síðan tóku þeir sér hvíld til hádegisverðar. Hann leiddi hina óhreinu verkamenn sína inn í borðsal fínasta gisti- húss nágrennisins. Yfirþjónninn varð auðvitað agndofa, en Troy var undir það búinn. ,,Það er allt í lagi,“ hvíslaði hann. ,,Þetta er bara smá bragð sem við komum okkur saman um að leika, gistihússtjórinn og ég.“ Þeir kýldu nú vömb sína af kappi og skeyttu engu þótt sum- ir hinna gestanna strunsuðu á dyr með hnakkann aftur á baki, og að máltíðinni lokinni fór Troy aftur með sína menn til moldarverksins. Þeir unnu síðan að því allan síðarihluta dags- ins að víkka og dýpka gryf juna, hengdu loks upp ljósker sín og skilti og héldu heim. Borgar- yfirvöldin komust ekki að hrekkjarbragði þessu fyrr en kvöldið eftir, og komust aldrei að því hver hinn seki var. * Troy á sér langan feril sem hrekkjalómur. Mörg hrekkja- bragða sinna framdi hann á stúdentsárum sínum i Cornell. Eitt sinn hnuplaði hann skó- hlífum frá prófessor nokkrum, sem þótti vera utan við sig og málaði þær í líkingu við nakta mannsfætur. Síðan smurði hann þær vandlega í sóti. 1 næsta skipti sem prófessorinn fór í skóhlífarnar skolaði rign- ingin sótinu af þeim, og menn sáu ekki betur en sá góði maður gengi þarna berfættur um skólahverfið. Hugh Troy býr nú í Wash- ington. Hann er duglegur og víðfrægur listamaður og lág- myndir hans skreyta veggi frægra bygginga. Hugh er sérlega þýðlyndur maður, mjúkur í máli og ber lítið á honum í margmenni þrátt fyrir stærðina, en hann er nær hálf fjórða alin á hæð. Hann berst lítt á, og það svo að nálg- ast feimni. Vinir hans segja að hann sé eitt hið allra mesta góðmenni, og saga er sögð, sem styður þessa skoðun þeirra. Á skóladögum sínum í Cornell hjálpaði hann dagblöðunum um fréttir frá frjálsíþróttamótun- um. Dag nokkurn varð honum hugsað út í það að einhver hlaut að vera lakastur í hverjum leik, og hversu það hlyti að særa þann piltinn. Þá fann hann upp náunga, sem hann nefndi Johnny Tsal. Og nafn Johnny Tsals birtist í blaðafréttum frá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.