Úrval - 01.12.1954, Qupperneq 94
92
ÚRVAL.
sinni af nokkrum læknisaðferð-
um, sem þeir nota meira en
við, svo sem svefnlækningum og
sálrænni þjálfun, sem miðar að
því að búa konur undir barns-
burð. En það sem mér leikur
mestur hugur á að fá úr skorið,
er hvort raunverulega sé minna
um geðræna sjúkdóma ogtauga-
veiklun hjá þeim en okkur —
og ef svo er, þá hversvegna.
Við hér í landi erum þeirrar
skoðunar, að geðrænar truflanir
geti valdið sjúkdómum, en Rúss-
ar eru mjög fátalaðir um geð-
veilur (neuroses). Ef sú skoðun
okkar er rétt, að það valdi barni
varanlegu sálrænu tjóni, ef það
er tekið snemma frá móður
sinni, hversvegna eru þá geð-
veilur ekki algengar í landi þar
sem flestar konur vinna utan
heimilis ? Eru þessar veilur fyrir
hendi án þess að um þær sé
skeytt, eða er komið í veg fyrir
þær með félagsháttum, sem eru
þannig, að börnin venjast
snemma lífi þar sem allt er ann-
að hvort svart eða hvítt, og þar
sem þau eru snemma þannig
vanin, að ekki er hætta á að
sálrænar togstreitur ásæki þau ?
Ef það er rétt, að við getum
lært margt af Rússum, bæði
til eftirbreytni og varnaðar, þá
er hitt ekki síður rétt, að þeir
geta lært margt af okkur; og
það má sjá nokkur gleðileg
merki þess, að þeir séu fúsir
til að skiptast á hugmyndum
og upplýsingum. Allsstaðar, allt
frá Leningrad til Tiflis, sýndu
gestgjafar okkar eins mikinn
áhuga á landi okkar og við á
þeirra. Ég er hræddur um, að
við höfum ekki alltaf sagt þeim
það, sem þeir vildu helzt vita:
t. d. minnist ég skemmtilegrar
kvöldstundar á heimili læknis,
og þegar ég rifja upp atburði
kvöldsins, held ég, að eini enski
siðurinn, sem ég skýrði rækilega
fyrir gestgjafa mínum. hafi ver-
ið sá, að í hvert skipti sem við
veiðum styrju, sendum við hana
drottningunni. En hvað um það,
einhversstaðar verður að byrja.
o-o-o
Óttaleg tilhugsun.
Snöktandi sagði hún vinkonu sinni frá draumnum, sem hana
hafði dreymt. „Mig dreymdi að snoppufrið stelpuskjáta var að
gera sig sæta framan i manninn minn og hann var eins og
hani, það leyndi sér svo sem ekki hvað hann vildi.“
„En góða mín," sagði vinkonan, „þetta.er ekki til að gráta
af. Þetta er ekki nema draumur."
„Nei, að vísu ekki,“ sagði eiginkonan döpur, ,,en úr því að
hann hagar sér svona í mínum draumum, hvemig heldurðu þá.
að hann hagi sér í sínum draumum?. Guð minn góður, ég má
ekki hugsa til þess!“
Allt.