Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 40
38
ÚRVAL
konur gætu gengið naktar í föt-
um.“
Arabískur klæðnaður getur
verið mjög geðfelldur og hag-
kvæmur. Aðalflík karlmanna er
djellaba, einskonar skikkja með
hettu, og er sagt að hún sé
köld þegar heitt er í veðri og
hlý í kuldum. Hún er vörn gegn
ryki og sandi, og er í senn
frakki, hattur, jakki, ábreiða og
náttföt. Stundum er einnig not-
uð burnous (skikkja með stærri
hettu). Ef Arabi sefur undir
beru lofti, notar hann burnous
eins og svefnpoka og hefur fæt-
urna í hettunni.
Arabískar konur eru venju-
lega í hvítum skikkium, sem
hylja næstum allan líkamann.
Þar sem evrópskra áhrifa gætir,
eins og t. d. í Tangier, getur
stundum að líta skringilegt sam-
bland af evrópskum og arabísk-
um klæðnaði. Undir hvítri
skikkju má kannski sjá (ef kon-
an er rík) kjóla frá tízkuhúsi
í París. Stundum gægjast vest-
rænir skór með háum hælum
fram undan hvítum skikkju-
faldi.
Það er misskilningur, þótt
margir ætli svo, að miklir hitar
séu í Marokkó. Þar geta að vísu
komið miklir hitar (á sumrin
er hægt að steikja egg á sand-
inum fyrir sunnan Mogador),
en í Atlasfjöllunum geta verið
kuldar og snjór vikum saman,
þannig að öll umferð teppist.
Lyautey marskálkur, hinn nafn.
kunni landsstjóri Frakka, hitti
naglann á höfuðið þegar hann
sagði: „Marokkó er kalt land,
en sólin þar er heit.“
Höfuðborg Frönsku Marokkó
er Rabat, með 161.600 íbúa. Þar
hefur landsstjóri Frakka aðset-
ur og þar er höll soldánsins, og
má segja, að borgin sé fyrst
og fremst stjórnaraðsetur, eins
og t. d. Washington í Bandaríkj-
unum og Canberra í Ástralíu.
Borgin er snyrtileg, breiðar göt-
ur og falleg íbúðarhús bak við
skuggasæla skrúðgarða. En
stjórnmálaástandið í Rabat er
um þessar mundir ótryggt og
andrúmsloftið lævi blandið. Ar-
öbum er bannað að safnast sam-
an á götunum, jafnvel tveim eða
þrem mönnum er bannað að
staldra við saman, og lögreglan
hefur gát á öllum til að koma
í veg fyrir hermdarverk og mót-
mælafundi þjóðernissinna.
Casablanca er iðnaðar- og
verzlunarmiðstöð og langstærsta
borg landsins (um 600.000 íbú-
ar). Um f jórðungur íbúanna eru
Frakkar. Fyrir fjörutíu árum
var Casablanca aðeins nokkrir
fiskimannakofar, en nú minnir
hún á Rio de Janeiro — hvít
hús með stórum gluggum og
mörgum svölum blasa við send-
inni strönd, þar sem öldur At-
lantshafsins falda hvítu. Casa-
blanca er þriðja stærsta
„franska" hafnarborgin í heim-
inum, fór meiri varningur um
hana en Dunkerque síðastliðið
ár. Gistihús og veitingahús eru
þar í stórborgarstíl, sum í