Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 56
Sagan um það hvernig hið ævaforna örvar-
eifur Indíánanna varð eitt af merkustu
lyfjum nútímans er spennándi eins
og' reyfari.
Örvareitrið kúrare.
Grein úr „Hörde Ni“,
eftir Bo Bolmstedt, dósent.
FYRIR réttum hundrað árum
var Frakki nokkur að gera
tilraunir á froskum í rannsókn-
arstofu sinni í París. Hann hét
Claude Bernard og hafði upp-
haflega komið til Parísar frá
Rhónedalnum með nýsamið leik-
rit upp á vasann, með þeim
ásetningi að verða vinsælt leik-
ritaskáld. En reyndin varð önn-
ur, hann varð í staðinn læknir
og lífeðlisfræðingur, og kring-
um 1850 varð hann prófessor
í lífeðlisfræði við Collége de
France. Viðfangsefni hans voru
mörg, m.a. rannsakaði hann
eðlisverkan eiturefna. Fyrr-
greindar tilraunir á froskum
höfðu það markmið að fá úr
því skorið á hvaða hluta tauga-
kerfisins örvareitrið kúrate
verkaði.
Orðið kúrare er komið úr
Indíánamáli og kvað þýða ,,að
drepa fugl.“ Eitur þetta hefur
allt frá því Ameríka fannst
haft sérstakt seiðmagn í hug-
um lærðra jafnt sem leikra,
enda eftirlætiseitur allra glæpa-
söguhöfunda. Frá upphafi hvíldi
yfir því leynd og menn vissu
ekki í hverju hin banvænu
eituráhrif þess voru fólgin.
Frosktilraunir Claude Bernard
miðuðu að því að upplýsa
þetta.
Viðbrögð frosksins ef komið
er við húð hans með oddhvöss-
um hlut eru þau, að vöðvarnir
í líkama hans dragast saman.
Ef kúrare var dælt í hann, þá
lamaðist hann og sýndi engin
viðbrögð þó að hann væri snert-
ur með nál. Bernard lokaði
fyrir blóðrennsli til annars
afturfótarins, en lét taugarnar
til hans ósnertar, þannig að
kúrare, sem hann dældi í frosk-
inn barst ekki til þess fótar.
Hann snerti nú þann hluta lík-
amans sem blóðið og eitrið
höfðu frjálsan aðgang að með
nál. Hann var lamaður, en kipp-
ur kom í fótinn, sem ekkert blóð-
rennsli var til. Af þessu var
ljóst, að tilfinning frosksins var
óskert, skyntaugarnar störfuðu,
einnig í þeim hluta líkamans,