Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 107
STRÁKAPÖR
105
ríski leigjandinn látið við svo
búið standa. Nú byrjaði hann
að draga úr stærð skjaldbök-
unnar dag frá degi. Frúin gat
vart á heilli sér tekið af á-
hyggjum og vakti yfir skepn-
unni um nætur og vék tæpast
frá henni nógu lengi til þess
að Peirce gæti skipt og laum-
að smærri skjaldböku í stað-
inn. Hún var næstum gengin
af göflunum þegar listamann-
inum fannst nóg komið og sagði
henni sannleikann í málinu.
*
í einu giljanna í grennd við
Hollywood stendur furðulegt
hús, víðáttumikill arabískur
kastali með márverskum tui'n-
um, svífandi görðum og leyni-
göngum. Landareignin um-
hverfis húsið er gegnsmogin af
jarðgöngum, ogáþví nær hverju
einasta herbergi í húsinu er
leynihurð. Verulegur hluti kast-
alans var reistur úr byggingar-
efni, sem afgangs varð við
smíði kvikmyndavers Douglas
Fairbanks. Sjálfur var Fair-
banks tíður gestur í kastalan-
um og John Barrymore leikari
einnig.
Nú er húsið í eigu Mac Brain-
erds afburðamanns á sviði raf-
eindafræðinnar. Þegar hann
kemur inn í herbergi í húsi sínu
bandar hann hendinni til hægri
og öll ljós kvikna. Hann band-
ar hendinni til vinstri og eldur
gýs upp í brenninu á arnin-
um. f hvert sinn sem síminn
hans hringir þá verður fyrir
svörum vél, sem hljóðritar nafn
og símanúmer þess, sem hringdi
og ræðir við hann í kumpán-
legum en kurteisum tón. Þó
Mac Brainerd sé nær kílómetra
að heiman í bifreið sinni getur
hann kveikt upp í miðstöðinni,
opnað bílskúrinn, kveikt öll
ljós í húsinu, lýst upp garð-
inn og kveikt á sjónvarpstæk-
inu bara með því að styðja á
hnappa í mælaborði bifreiðar-
innar. Á landareigninni er gríð-
arstór sundlaug, útbúin með
furðulegum hljómtækjum. Sund-
maðurinn heyrir tónlist í hvert
sinn sem hann kafar, en þegar
hann kemur upp á yfirborðið
þá heyrir hann ekkert.
Fyrrum var húsið í eigu Jack
McDermotts, rithöfundar og
kvikmyndastjóra. McDermott
hafði lítið vit á rafeindum, en
hinsvegar var hann til með að
leggja talsvert á sig fyrir
strákapar. Gestina, sem til hans
komu, skorti sannarlega ekki til-
breytingu, ekki hvað sízt vegna
leynihurðanna og jarðganganna.
Því miður hefur enginn þess-
ara gesta gefið heiminum
skýrslu um þann f jölda hrekkja.
bragða, sem McDermott hafði
á boðstólum.
Kunnugt er að mikið var
drukkið i kastalanum á dögum
McDermotts. Það er líka kunn-
ugt að í hvert sinn, sem einhver
gestanna féll undir borð, var
hann lagður til hvíldar í þægi-
legu herbergi, og síðan sleppti
McDermott lausum inni hjá