Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 104

Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 104
102 ÚRVAL steinunum á borðið, rótaði í þeim og leitaði að einhverjum sérstökum. Hann valdi síðan úr stein (þrjátíu dollara mána- steininn) sem glampaði eins og dýrasti demantur. Þennan rétti hann þjóninum og tautaði eitt- hvað og þjónninn gekk aftur að hljómsveitarpallinum og færði Jerry Wald steininn að gjöf. Varð nú mikill þytur í salnum af hvískri rnargra manna — all- ir höfðu séð með eigin augum það sem fram fór. Að síðustu ákvað krónprins- inn að kominn væri burtfarar- tími. Hann klappaði saman lóf- unum. Annar þjónanna hag- ræddi á honum skikkjunni. Hann reis á fætur ásamt fylgd- armanni sínum. Dansgólfið var autt svo að hið konunglega föru- neyti snaraðist fram eftir því í áttina til dyranna. Allra augu hvíldu á þeim. Skyndilega heyrðist glamur — geitar- skinnspungurinn hafði opnast og gimsteinarnir hrundu út yf- ir dansgólfið. Hið konunglega föruneyti staðnæmdist og þjón- arnir ætluðu að fara að beygja sig niður eftir steinunum. En hans konunglega hágöfgi gelti einhverja skipun, bandaði frá sér hendinni með konung- legu látbragði, og Arabarn- ir fjórir héldu áfram til dyr- anna og skildu gimsteinana eft- ir. Þeir höfðu skoppað efcir gólfinu og dreifzt víðsvegar og Ciro veitingahúsið breyttist nú á augabragði í vitfirringahæli. Ýmsir af frægustu mönnum og konum Hollywood vörpuðu sér á gólfið, rutt var um koll borð- um og stólum og nokkrir af þjónunum tóku þátt í stimping- unum. Krónprinsinn og hans menn litu ekki einu sinni um öxl. Þeir skunduðu út úr veitingahúsinu, stigu upp í bifreið sína og hröð- uðu sér burtu að unnum sigrL * Fyrir skömmu sagði Jim Mor- an mér frá vélabrögðum sem hann sá framin í salarkynnum útvarpsstöðvar í Hollywood. Hér var um að ræða íþróttatæki: þungalyftivél, uppfundna og búna til af Texasbúa. Vélin var löng, og eins og kassi í laginu hæðin frá gólfi var eitthvað um eitt fet, og pallur á henni miðri til að standa á. Á þessum palli stendur maðurinn, sem reynir kraftana, lýtur áfram, grípur um handfangið og togar í af öllum kröftum. Við hlið- ina á handfanginu, beint fyrir framan andlit mannsins, er skífa með vísi, sem sýnir afl hans. Jim reyndi hana sjálf- ur. Hann átti að taka þátt í útvarpsdagskrá sem krafðist nokkurra daga æfingar og fyrsta dag hans við útvarpsstöð- ina var honum sýnd þessi kraftamælingarvél. ,,Ég hef alltaf talið mig' vel að manni,“ sagði hann, „og ég steig upp á hana og laut áfram og náði góðu taki á hand- fanginu og tók svo á öllu, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.