Úrval - 01.12.1954, Page 52
50
ÚRVAL
allra tegunda krabbameins og
hjartasjúkdóma. Rannsóknir á
hagskýrslum, sem náðu til
187.766 manna á aldrinum 50
til 70 ára leiddu í ljós, að dán-
artala meðal þeirra, sem reyktu
20 sígarettur eða fleiri á dag,
var meira en helmingi hærri af
völdum krabbameins og nærri
helmingi hærri af völdum sjúk-
dóma í kransæðum hjartans,
heldur en meðal þeirra sem
ekki reyktu. Dregið hefur veru-
lega úr reykingum síðan þess-
ar upplýsingar urðu kunnar.
Hálf öpnur milljón skóla-
barna í Bandaríkjunum var
bólusett gegn mænuveiki og er
búizt við að úr gagnsemi henn-
ar fáist skorið á þessu ári.
1 flugmálum munu mestar
framfarir hafa verið í byggingu
fjarstýrðra flugskeyta, en flest
sem snertir þær framfarir er
hernaðarleyndarmál og er því
ekki hægt að skýra frá þeim.
Önnur merk nýjung í flugtækni
var bygging flugvélar, sem hef-
ur sig upp lóðrétt og sezt lóð-
rétt, á stélið. Slíkar flugvélar
þurfa ekki stóran flugvöll til
að athafna sig. Búizt er við, að
þær verði fyrst teknar í notk-
un sem orustuflugvélar með
bækistöð á flugvélamóðurskip-
um.
Geislamögnuð efni (ísótóp-
ar) eru mikið notuð við hvers-
konar rannsóknarstarfsemi og
lækningar; jókst notkun þeirra
mjög á árinu, voru m. a. notuð
við rannsóknir á starfsemi blað-
grænunnar, sem fyrr er getið.
Eitt þessara efna er titrium
eða þungt vetni. Það myndast
fyrir áhrif geimgeisla efst í
gufuhvolfinu, sameinast þar
súrefni og myndar með því
vatn. Tritium eyðist við út-
geislun þannig að helmingur
þess hverfur á tólf og hálfu ári.
Með mælingum á titrium hefur
tekizt að ákvarða aldur regns..
Raki helzt í loftinu að meðal-
tali í þrjár vikur. Allsstaðar
þar sem jarðfræðingar og veð-
urfræðingar vilja mæla aldur
vatns, nota þeir þessa aðferð.
Þeir hafa komizt að þeirri nið-
urstöðu, að regnvatn blandast
sjó ekki lengra en niður á 50
metra dýpi.
Tveir merkir fornleifafundir
voru gerðir í Egyptalandi: ann-
ar var einn af sólarvögnunum,
sem flytja átti Keops faraó,
þann er lét reisa Keopspýra-
míðann mikla, til himnaríkis"
hinn var nýr þrepapýramíði,
sem í fannst gyllt alabastur-
kista, er í fyrstu var talin
kista Sankhets faraós, en reynd-
ist tóm. — í írak var rannsak-
aður íbúðarhellir, opinn móti
suðri, og þóttu þær rannsóknir
leiða í ljós, að hann hefði verift
mannabústaður óslitið lengur en
nokkur annar, að minnsta kosti
70.000 ár, ef til vill 150.000 ár.
— Science News Letter.
Ratvís smádýr.
Því nánar sem við rannsök-
um hina óskiljanlegu ratvísi