Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 75

Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 75
HÖFUNDURINN OG LESENDUR HANS 73 er ekkert frábrugðinn öllum al- menningi að þessu leyti. Hann verður að hafa hugsjónir til að geta skrifað, til að geta látið persónur sínar hegða sér líkt og skyni gætt fólk, til að ljá efnisrásinni einhvern tilgang, til að koma ákveðnu formi á bók- ina alla. Merkingin er form og formið er merking. Þegar fólk fordæmir hugsjóna-skáldsögu, kvartar það í raun og veru yfir því, að hugsjónirnar skeri sig úr, þeim sjálfum til skaða, að þær gagnsýri ekki nægilega líf persónanna í bókinni. Þess vegna er bókin ekki saga um fólk, heldur bláber áróður, og af þeim sökum leiðinleg. Við unga höfunda erlíkasagt: Ef þið æskið lesenda, skuluð þið forðast siðgæðisspjall, því að siðgæðisspjall er leiðinlegt. En reyndin er sú, að allar góðar skáldsögur, sérdeilis vinsælar skáldsögur, fjalla um siðgæði. Til dæmis má nefna bækur frú Dell. Góð skáldsaga segir frá því, sem fólkið gerir, og af hverju fólkið gerir það, og hvernig þetta, sem fólkið gerir, stuðlar að hamingju þess eða einhverju öðru. Og allt þetta eru spurningar um siðgæði. Það er alrangt, að skáldsaga, sem tekur siðgæði föstum tökum, sé fráleit og leiðinleg; sannleikur- inn er hið gagnstæða. Alþýðleg ævintýri, þjóðsögur óbreytts fólks, fólks, sem aldrei hefur bækur séð, frumstæðra kyn- flokka í Afríku, eru ævinlega gegn-siðrænar. Slúðursögur segja frá hegðun manna; þess vegna eru þær svo hrífandi. Hlustum á tvær gamlar húskon- ur spjalla saman — allt þeirra tal snýst um fólk, það úir og grúir af dómum um rétt og rangt, það, sem fólk ætti að gera; af eðlilegum ástæðum er það geysi-þýðingarmikið fyrir þær og hamingju þeirra, að fólk hafi ákveðnar hugmyndir um rétt og rangt. Skáldsögu-lesandinn fyllir ef til vill lesendahóp Ethel M. Dell, eða kannski hann taki Conrad, James eða Lawrence fram yfir hana. En það, sem hann leitar fyrst og síðast í bókunum, er hegðun manna, það er að segja, siðgæði. Mestu skáldsagnahöf- undar heimsins eru einmitt þeir, sem leggja mest upp úr siðgæði, og þessvegna eru þeir svo hríf- andi aflestrar. Hugsum til Dic- kens, Tolstojs, Hardys og Con- rads. Andúð á áróðri. Þessir höfundar vissu, að sið- gæðiskenningar eru ekkert í sjálfu sér, að þær eru einungis athyglisverðar í framkvæmd, í persónu. Þeir prédika ekki. Ef þeir gerðu það, væru þeir leiðin- legir. Sérhver lesandi er á verði gegn prédikara og áróðurs- manni. Hann segir við sjálfan sig: „Ég læt ekki fallast fyrir langlokum mannsins, sem þigg- ur laun fyrir að tylla þeim á pappír.“ Hann hefur óskaplega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.