Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 71

Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 71
FRUMSKÓGAFÍLLINN 69 þegar við sáum þrjá stóra skugga á hreyfingu. Þeir voru óhugnanlega stórir í tunglskins- birtunni, næstum eins og tröll að sjá. Þegar við komum nær, sáum við glampa á tvær stórar tennur. Þennan ætla ég að ná 1, hvíslaði Englendingurinn að mér. Ég bað hann bíða meðan ég klifraði upp í gúmmítré, en var varla kominn upp í tréð þegar skotið reið af. Tennti fíll- inn hafði snúið að honum hlið- inni í tæpra fimmtán metra f jarlægð og hann beið ekki leng- ur boðanna, en skaut tveim skotum, hverju á eftir öðru. Fyrra skotið átti að hitta fíl- inn aftan við eyrað, en þegar skyttan sá, að skotið hitti ekki, skaut hann hinu einhvers stað- ar í belginn. Fíllinn hneig niður, fyrst á annað hnéð, en lagðist síðan á hliðina. En nú færðist líf í hina tvo. Þeir hlupu í átt til Englend- ingsins, sem reyndi að forða sér. Ég sá hann fleygja frá sér tómri byssunni. Fílarnir stað- næmdust hjá henni, tóku hana upp, brutu hana og tröðkuðu svo á brotunum. Á meðan gafst Englendingnum tóm til að klifra upp í gúmmítré, þar sem fílarn- ir fundu hann ekki. Þeir leit- uðu raunar ekki lengi, en héldu til hins fallna félaga síns, og nú sá ég þá leggjast á hnén sinn hvorum megin við hann, þefa af honum og þukla hann um stund. Síðan risu þeir hægt upp aftur, og þegar þeir voru staðnir upp, sá ég að sá fallni stóð á milli þeirra. Þeir höfðu reist hann upp. Því næst héldu þeir hægt af stað yfir gúmmí- ekruna, hlið við hlið. Brátt hurfu þeir úr augsýn. en við heyrðum lengi í þeim rymjandann. Svo klifruðum við niður úr trjánum. Englending- urinn var bæði skelfdur og skömmustulegur. Við töluðum fátt um atburð næturinnar, en daginn eftir fórum við aftur út á ekruna og röktum slóð fíl- anna. Slóðin var öll blóðidrifin. Hún lá rakleitt inn í frumskóg- inn og bar þess greinileg merki. að fílarnir tveir höfðu gengið sinn hvorum megin við hinn særða félaga sinn og stutt hann. Eftir margra km göngu sáum við bæli, þar höfðu fílarnir ber- sýnilega hvílt sig. Eftir þessa hvíld hafði hætt að blæða úr sárinu. En slóðin hélt áfram, beint í vestur, í átt til fjalla. Við röktum hana allan daginn, án þess að rekast á fleiri bæli. Víða sáum við að þeir höfðu rutt um trjám og runnum til að komast áfram. Mátti greini- lega sjá, að fílarnir tveir höfðu lagt mikið á sig til að hjálpa hinum særða félaga sínum. Við komumst aldrei að því, hvernig særða fílnum reiddi af, en ég vona, að hann hafi gróið sára sinna. En víst er, að þetta var í fyrsta og síðasta skipti, sem kunningi minn, Englending- urinn, skaut á fíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.