Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 108
106
TÍRVAL
honuin tveim tylftum dúfna og
höfðu sumar verið litaðar rauð-
ar og aðrar grænar. Hann virt-
ist vera þeirrar trúar að fórnar-
lambið myndi róast við að sjá
grænar og rauðar dúfur inni
hjá sér þegar það vaknaði.
Hann hafði hjá sér gamlan
og tötralegan Fordbíl og krafð-
ist þess stundum af gestum
sínum að þeir kæmu með sér
í ökuferð. Sjálfur settist hann
undir stýrið og ók eftir fjalla-
stígnum á óttalegri ferð. Þeg-
ar einhver gestanna kvartaði
undan glannaskap hans, sem
þeir og venjulega gerðu, reif
hann stýrishjólið af stönginni
og snaraði því ofan í næsta
gljúfur, sem varð á vegi hans.
Þetta orkaði mjög á farþeg-
ana, sem ekki vissu að hann
hafði látið setja í bílinn útbún-
að til að stýra með fótunum.
Stóra. sundlaugin var líka til
á dögum McDermotts þótt neð-
anvatnstónlistina skorti. Hann
skemmti sér við að lána gest-
unum, og þá fyrst og fremst
konunum, sundföt, sem leyst-
ust upp þegar þau blotnuðu.
Mér skilst að það hafi verið
í húsi McDermotts, sem hið
fræga herbergi stóð á haus. I
þessu herbergi stóðu allir hlut-
ir, húsgögn, ábreiður, myndir
og arinn á höfði. Gólfteppi og
húsgögn voru fest upp í loftið,
en á gólfinu var aðeins einn
hlutur — stórkostleg ljósa-
króna, sem stóð lóðrétt upp úr
miðju gólfinu.
Ef veizlugestur í húsinu fékk
sér of mikið neðan í því og
féll undir borð, var hann bor-
inn inn í herbergið sem stóð
á höfði, og lagður þar á gólfið
(loftið) miðja vegu milli veggj-
ar og ljósakrónunnar.
*
Maður er nefndur Wilson Miz-
ner og á heima í Hollywood.
Sjálfur var hann meinfyndinn
maður og átti til að vera hrekkj-
óttur. Einu sinni var hann sjálf-
ur hrekktur skemmtilega, og
átti hrekkurinn rætur að rekja
til þess að Wilson státaði af
því að vera sérfræðingur um
mat. Hann átti hlut í Brown
Derby veitingahúsinu í Holly-
wood og snæddi þar daglega,
enda þótt hann kvartaði alltaf
yfir matnum og setti sig á há-
an hest sem sérfræðing á fína
rétti. Bob Cobb, sem var fram-
kvæmdastjóri Brown Derby
veitingahússins, og yfirbrytinn
þreyttust brátt á þessum kvört-
unum. Dag nokkurn þegar Cobb
var í gufubaði, veitti hann því
athygli, að einn baðvarðanna
notaði flatan svamp. Hann
minntist þess nú að Wilson
var alltaf að dást að rétti,
sem búinn var til úr milta
og borinn fram með sérstakri
tegund af sósu. Cobb tók
svampinn með sér til veitinga-
hússins og fékk hann brytanum.
Þegar Wilson kom tjáði Cobb
honum að nýr bryti hefði verið
ráðinn til veitingahússins, hann
hefði eldað fyrir Spánarkonung