Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 10
8
tTRVAL
hertogann af Toscana á ftalíu,
er lagði pyndingar og dauða-
refsingu niður í ríki sínu.
Hugmyndir Beccaria urðu
hvatning brezkum umbótamönn-
um, t. d. Sir Samuel Romilly
og Jeremy Bentham, og ork-
uðu sterkt á endurskoðun refsi-
löggjafarinnar í Ameríkuríkj-
unum, á hina nýju refsilöggjöf
stjórnarbyltingarinnar frönsku
og á umbætur brezku refsilög-
gjafarinnar á fyrra helmingi
nítjándu aldar.
Ljótasti kaflinn í sögu refsi-
mála fjallar um nýlendurnar,
þangað sem margar þjóðir
sendu sakamenn sína. Portúgal
átti þesskonar nýlendu í Ceuta
í Norður-Afríku. Og allt frá
1497 voru spánskir sakamenn
sendir til Vestur-Indía. Þangað
til ameríska byltingin batt enda
á tilvist sakamannanýlendna í
Norður-Ameríku, sendu Eng-
lendingar sakamenn sína til
Maryland og annarra suðrænna
nýlendna, — þangað fóru meira
en 50000 manna á árunum milli
1607 og 1776.
Þá opnaðist leiðin til Ástralíu.
Milli 1787 og 1852 voru meira
en 100.000 karla og kvenna
fluttar í óhrjálegum skipum til
fangasvæðanna í Ástralíu, Tas-
maníu og Norfolk-eyju. Margir
létust á leiðinni, sumir dóu úr
hungri í nýlendunum, en aðrir
komust undan og lögðust út,
réðust á nýlendumenn og rændu
þá. En fanganýlendurnar voru
ekki lagðar niður, fyrr en brezka
þingið lýsti þær óviðunandi;
þær spilltu jafnt sakamönnum
og nýlendumönnum.
Aðbúnaður fanganna, sem
fóru til Ástralíu, var engu lak-
ari en þeirra, sem fluttir vora
um borð í „fljótandi fangelsin“
—• gamla skipsskrokka, sem
lágu við festar í brezkum höfn-
um. Þessi skip voru óþrifaleg,
yfirfull og hin mestu sjúkdóma-
bæli. John Ploward ber að þakka
það, að almenningur lét þessa.
villimennsku til sín taka.
John Howard var sonur efna-
fólks, fæddur 1726, og helgaði
sig mannúðarmálum þegar á
unga aldri. Árið 1754 sigldi
hann til Portúgal til að hjálpa
fórnarlömbum landskjálftans í
Lissabon. Skip hans var her-
tekið af Frökkum, og þá kynnt-
ist hann lífskjörum fanga af
eigin reynd. Árið 1773, þegar
hann var orðinn sýslumaður í
Bedford-skíri, heimsótti hann
fangelsið þar, og augu hans opn-
uðust fyrir hinum hroðalegu.
kjörum fanganna. Fangaverð-
irnir voru ólaunaðir, en fang-
arnir urðu að borga þeim ákveð-
ið lausnargjald til að sleppa úr
fangelsunum. Howard fékk því
framgengt í þinginu, að lausn-
argjaldið var afnumið og að
fangavörðunum voru borguð
laun. Hann lét prenta reglugerð-
ina á eigin kostnað og sendi
hana öllum fangelsisvörðum í
Englandi.
Að því loknu ferðaðist hann
til útlanda og kynnti sér fang-