Úrval - 01.12.1954, Side 10

Úrval - 01.12.1954, Side 10
8 tTRVAL hertogann af Toscana á ftalíu, er lagði pyndingar og dauða- refsingu niður í ríki sínu. Hugmyndir Beccaria urðu hvatning brezkum umbótamönn- um, t. d. Sir Samuel Romilly og Jeremy Bentham, og ork- uðu sterkt á endurskoðun refsi- löggjafarinnar í Ameríkuríkj- unum, á hina nýju refsilöggjöf stjórnarbyltingarinnar frönsku og á umbætur brezku refsilög- gjafarinnar á fyrra helmingi nítjándu aldar. Ljótasti kaflinn í sögu refsi- mála fjallar um nýlendurnar, þangað sem margar þjóðir sendu sakamenn sína. Portúgal átti þesskonar nýlendu í Ceuta í Norður-Afríku. Og allt frá 1497 voru spánskir sakamenn sendir til Vestur-Indía. Þangað til ameríska byltingin batt enda á tilvist sakamannanýlendna í Norður-Ameríku, sendu Eng- lendingar sakamenn sína til Maryland og annarra suðrænna nýlendna, — þangað fóru meira en 50000 manna á árunum milli 1607 og 1776. Þá opnaðist leiðin til Ástralíu. Milli 1787 og 1852 voru meira en 100.000 karla og kvenna fluttar í óhrjálegum skipum til fangasvæðanna í Ástralíu, Tas- maníu og Norfolk-eyju. Margir létust á leiðinni, sumir dóu úr hungri í nýlendunum, en aðrir komust undan og lögðust út, réðust á nýlendumenn og rændu þá. En fanganýlendurnar voru ekki lagðar niður, fyrr en brezka þingið lýsti þær óviðunandi; þær spilltu jafnt sakamönnum og nýlendumönnum. Aðbúnaður fanganna, sem fóru til Ástralíu, var engu lak- ari en þeirra, sem fluttir vora um borð í „fljótandi fangelsin“ —• gamla skipsskrokka, sem lágu við festar í brezkum höfn- um. Þessi skip voru óþrifaleg, yfirfull og hin mestu sjúkdóma- bæli. John Ploward ber að þakka það, að almenningur lét þessa. villimennsku til sín taka. John Howard var sonur efna- fólks, fæddur 1726, og helgaði sig mannúðarmálum þegar á unga aldri. Árið 1754 sigldi hann til Portúgal til að hjálpa fórnarlömbum landskjálftans í Lissabon. Skip hans var her- tekið af Frökkum, og þá kynnt- ist hann lífskjörum fanga af eigin reynd. Árið 1773, þegar hann var orðinn sýslumaður í Bedford-skíri, heimsótti hann fangelsið þar, og augu hans opn- uðust fyrir hinum hroðalegu. kjörum fanganna. Fangaverð- irnir voru ólaunaðir, en fang- arnir urðu að borga þeim ákveð- ið lausnargjald til að sleppa úr fangelsunum. Howard fékk því framgengt í þinginu, að lausn- argjaldið var afnumið og að fangavörðunum voru borguð laun. Hann lét prenta reglugerð- ina á eigin kostnað og sendi hana öllum fangelsisvörðum í Englandi. Að því loknu ferðaðist hann til útlanda og kynnti sér fang-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.