Úrval - 01.12.1954, Page 25
BRÚÐAKAUPIN
23
meðan þið piltarnir hneigðuð
ykkur og beygðuð og sögðu já
og amen. Hvernig lízt þér á?“
„Júlíetta, ma chére, er þetta
satt?“ hrópaði Jeannot, ,,eruð
þið ekki að gera gabb að okk-
ur? Það var út af þessu, sem
þið létuð svona í kirkjunni! Þið
eruð laglegir prakkarar! En
hafið þið hugsað út í hvað for-
eldrar okkar segja þegar við
komum heim? Mamma er ekki
lamb að leika sér við.“
„Hafðu ekki áhyggjur af því.
Koma tímar, koma ráð. Við
stúlkurnar tökum ábyrgðina á
okkur. Og hvað geta foreldrar
okkar gert? Þér væri nær að
vera himinlifandi yfir þessu
heldur en að vera að grufla út
í framtíðina."
Að sjálfsögðu verðum við að
draga hulu yfir brúðkaupsnótt-
ina. En þegar ungu hjónin hitt-
ust við morgunverðarborðið og
síðar, þegar þau voru saman
niðri á baðströndinni, þá hefði
skarpskyggn athugandi tekið
eftir ofurlitlum óánægjusvip á
stúlkunum. Þær héldu hvor ut-
an um aðra og pískruðu vin-
gjarnlega saman, eins og þær
voru vanar. En gleðin var upp-
gerð. Og það kom líka smám-
samari í ljós í samtalinu.
„Charlot var auðvitað afskap-
lega. sætur og elskulegur," sagði
Marysa, „en það var eins og
hann væri utan við sig og hefði
áhyggjur af öllum útskýringun-
um og heimanmundinum. Ég
hélt, að karlmenn væru ekki
svona miklir aulabárðar. Þetta
hlýtur að lagast. Hvernig gekk
ykkur Jeannot?“
„Uss, það var lítið skárra.
Hann var að fjasa um að ég
yrði ónýt við sveitastörfin. „Fín
stúlka, eins og þú,“ sagði hann,
„hvernig ætlar þú að fara að?
Það þarf að hjálpa mömmu með
grísina, og þú kannt ekki einu
sinni að mjólka. Þú hefur eng-
an tíma til að lesa reyfara og
leika á píanó.“ Hann talaði auð-
vitað ekki svona alltaf, það var
annað hljóð í honum stundum,
en samt . . . Mér finnst að fólk
ætti ekki að hugsa um neitt
nema hvort annað á brúðkaups-
nóttina.“
Charlot naut sín enganveg-
inn vel á baðströndinni. Þegar
hann var kominn úr fínu föt-
unum og stóð þarna náhvítur
á sundbuxunum, var hann væg-
ast sagt heldur óburðugur sund-
maður. Jeannot var hraustlegur
og sólbrenndur, því að hann
vann alltaf á akrinum á stutt-
buxum. Hann og Mafysa léku
sér eins og fiskar í sjónum og
skemmtu sér ágætlega meðan
hin hjúin sátu undir sóltjaldinu
og reyktu sígarettur. En þegar
þau voru komin heim á hótelið,
náði Charlot sér á strik. Þegar
hann fór að tala um bækur og
músik við Júlíettu, sátu hin þög-
ul og fóru hjá sér.
Piltarnir kröfðust þess að fá
að skrifa heim og skýra frá
öllu, en stúlkurnar vildu ekki