Úrval - 01.12.1954, Page 16
14
ÚRVAL
háttar sundurlimun mannlegr-
ar verundar, því að hún skerði
sálarlíf mannsins og dýpstu til-
finningar hans. Hins vegar, bæt-
ir hann við, mun þjóðfélagið
tæplega reiðubúið til gagn-
gerra breytinga í refsimálum
sínum. En ef til vill væri ekki
of aulalegt að vænta þess, að
hægt væri að takmarka fang-
elsisdóma við fimm ár.
Persónulega er ég þeirrar
skoðunar, að sérhver tilraun til
róttækra endurbóta í refsimál-
um við núverandi þjóðfélags-
aðstæður yrði ótímabær og
dæmd til að mistakast. En engu
að síður er vandamálið á döf-
inni, og mér virðist, að samtímis
viðleitni Unescos til að útbreiða
Mannréttinda-yfirlýsinguna, '
ætti að vekja almúga manna af
alefli til meðvitundar um þessi
einkar knýjandi vandamál mann-
legra réttinda. Að mínu áliti
verðskuldar sambandið milli
refsimála nútímans og skilnings
okkar á mannlegum virðuleika
bæði umræður og umhugsun.
Ég get ekki varizt þeirri til-
finningu, að núverandi refsilög-
gjöf — eins og hún er fram-
kvæmd í næstum öllum löndum
— beri merki grimmdar, ómann.
úðar og auðvirðileika, sem for-
dæmd er í 5. grein Mannrétt-
indayfirlýsingarinnar.
E. H. þýddi.
Sundurlausir þankar um rétt mannsins til að lifa
og dauðarefsinguna.
Eftir Georges Fradier.
£ NGINN maður skir-
skotar nokkru sinni til réttar síns
til að lifa, nema ef vera skyldi hinn
dauðadæmdi maður. Og jafnvel hann
gerir það með leynd, því að hann
minnkast sín og einnig af því, að
hann veit ekki, við hvern hann gæti
talað um það upphátt.
F
LlNGU að síður stað-
hæfir Mannréttindayfirlýsingin í 3.
grein: „Allir menn eiga rétt til
lifs . . .“ Setningin er dálítið rugl-
andi. Það er ekkert loðið í henni.
En lesandinn getur ávallt haldið
áfram..........nema þegar réttvísin
hindrar það“.
JÓÐFÉLAGIÐ segir
við hinn dæmda mann: „Glæpur þinn