Úrval - 01.12.1954, Side 92

Úrval - 01.12.1954, Side 92
90 ÚRVAL að sjálfstætt, unnið og gert á- ætlanir sjálfstætt og gagnrýnt og hlotið gagnrýni án þess að missa stöðu sína. Víst er, að þeir sem stjórna vísindarannsóknum í Sovétríkjunum gera sér allt far um að sýna, að skipulagn- ing þeirra og áætlanir muni ekki koma í veg fyrir, að frumleg- ur vísindamaður fái að beita hæfileikum sínum. En þekkingin er ódeilanleg; og rússneskum vísindamönnum mun verða það mikill f jötur um fót, ef þeir þurfa áfram að loka augunum fyrir staðreynd eða hugmynd vegna þess að viður- kenning hennar gæti leitt til þess að þeir yrðu fyrr eða síðar sakaðir um fylgi við borgaraleg vísindi. Það mun einnig verða þeim fjötur um fót, ef þeir þurfa að vinna áfram tiltölu- lega einangraðir. Þeir nota að vísu vestræn læknatímarit og þýða vestrænar kennslubækur (án leyfis), en það er ekki sama og að taka þátt í frjálslegum samskiptum vestrænna lækna. Enginn getur efazt um hæfileika Rússa til frábærra afreka í vis- indarannsóknum; og sumar vís- indastofnanir þeirra eru búnar hinum beztu tækjum. En ef grundvallarskilyrði til uppgötv- ana verða ekki bætt, er ég þeirr. ar skoðunar, að ekki sé að vænta frá þeim frumlegra uppgötvana. Er ég segi, að samkvæmt hug- myndum okkar geti læknaþjón- usta aldrei notið sín til fulls, ef hún er rekin af ríkinu, verð ég að reyna að skýra hinn djúp- tæka mun á fyrirkomulagi rúss- neskra og brezkra heilbrigðis- mála. Heilbrigðismálaþjónusta okkar (National Iiealth Ser- vice) er fyrst og fremst tilraun til að kosta og samræma vinnu margra óháðra lækna og óháðra sjúkrahúsa. Ekki varð hjá því komizt, að nokkuð af frelsinu færi forgörðum við þessar að- gerðír, en grundvallarsjónar- miðið er áfram það, að sérhver læknir sé persónulega ábyrgur gagnvart sjúklingi sínum.Lækn- ir, sem bætir sjúklingi á lista sinn, gerir um leið sérsamning við þann sjúkling og skuldbind- ur sig til að gera fyrir hann allt sem hann getur, sé það ekki öðrum til meins. I Sovétríkjun- um hafa þessi perósnulegu tengsl milli læknis og sjúklings verið afnumin: læknirinn er í þjónustu ríkisins, og skuldbund- inn því, en. ekki sjúklingi sínum persónulega. Sérhvert hérað eða hverfi hefur sinn lækni, sem (í vinnutíma sínum) lítur eftir öllum íbúum þess, og vera kann að þeir venjist á að líta á hann sem s i n n lækni. En i raun og veru er hann embættismað- ur, ábyrgur gagnvart yfirboð- urum sínum. Það er ekki líklegt að hanm dvelji lengi á sama stað, og ekki er til þess ætlazt að hanh sé jafnframt persónu- legur ráðgjafi og vinur sjúk- linga sinna. Ekki getur hann heldur orðið heimilislæknir, því að til sextán ára aldurs eru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.