Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 30

Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 30
28 ÚRVAL Það er skoðun Selyes, að á þeirri öld hraðans sem nú ríkir, mæði á okkur alltof mikil og margvísleg áreynsla. Við unn- um okkur aldrei næðis og er- um sífellt með áhyggjur. Kaup- sýslumaðurinn er önnum kaf- inn á skrifstofunni allan daginn, en áhyggjur og bollaleggingar halda fyrir honum vöku á nótt- unni. Allir sem gegna ábyrgð- arstöðum eru undir sömu sök seldir. Kirtlarnir reyna að aðlaga líkamann þessari stöðugu á- reynslu. Þeir auka vakarennsl- ið til þess að halda líkamanum gangandi. Það tekst, í lengri og skemmri tíma, en að lokum brestur þetta varnarkerfi. Slag- æðarnar kalka, blóðþrýstingur hækkar og gigt eða hjartasjúk- dómar koma til sögunnar. Að áliti Selyes eru þessir sjúk- dómar og margir fleiri að ein- hverju leyti afleiðing áreynslu. ,,Hin áþreifanlega orsök veik- inda,“ segir Selye, „er oft sýklasýking, eitrun, taugaof- þreyta eða bara elli. En raun- verulega virðist svo sem rösk- un á aðlögunarkerfi líkamans sé oftast hin endanlega dauða- orsök.“Rannsóknir hans á þessu vakakerfi, framkvæmdar með víðtækum dýratilraunum, voru grundvöllurinn að hinum mikil- vægu uppgötvunum hans. Hans Selye er Austurríkis- maður að uppruna og á hann til lækna að telja í fjóra ætt- liði. Hann hlaut læknamenntun sína og doktorsgráðu við þýzka háskólann í Prag. Seinna fékk hann styrk frá Rockefeller- stofnuninni og lagði stund á framhaldsnám við John Hop- kins háskólann í Baltimore og McGill háskólann í Montreal í Kanada. Síðan 1945 hefur hann veitt forstöðu stofnun í tilrauna- læknisfræði og skurðlækningum við háskóla Montrealborgar. Frumleg viðhorf til læknavís- indanna komu þegar í Ijós hjá Selye á námsárunum í Prag. Hinir þýzku prófessorar töluðu um sérstaka, greinda sjúk- dóma, sem ættu sér sérstakar, greindar orsakir, svo sem lungnabólgu og sýkil þann sem veldur henni. ,,En hvað um ógreinda sjúkdóma ?“ spurði Selye. „Hvað um almenna, óskýrða lasleikatilfinningu?“ Prófessorarnir tóku þessar stúdentagrillur ekki alvarlega. En Selye hélt uppteknum hætti. Næstum allir sjúkdómar hafa viss sameiginleg einkenni: and- litsfölva, lystarleysi og megr- un til dæmis. „Býr ekki eitthvað sérstakt á bak við þessi sam- eiginlegu einkenni?“ spurði Selye. Prófessorarnir ypptu öxl- um óþolinmóðir og sögðu hon- um að hætta að hugsa um þetta. En Selye gleymdi ekki þess- um hugmyndum sínum. Árið 1936, þegar hann stundaði nám við McGill háskólann, voru tveir kvenkynsvakar þekktir. Selye hélt að hann væri að finna þann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.