Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL
ar skilyrðin eru slæm er letr-
ið hinsvegar ólæsilegt og kem-
ur tæpast annað á ræmurnar
en blekklessur. Hlustunarskil-
yrðin voru óvenjuslæm þennan
dag, fréttaöflun erlendis frá erf-
ið, og fréttamönnum ýmist í
skapi. — Steingrími þótti firð-
ritinn girnilegur til fróðleiks
og innti mjög eftir honum, og
varð skrafdjrúgt um það
hversu erfitt myndi að ráða í
letrið á ræmuna, sem hann sá
fyrir sér. Fréttamaðurinn anz-
aði því til að lítill vandi væri
að ráða í letrið, sem væri höfða-
letur. Sýndi hann Steingrími
ræmu nokkra, sem hann hélt á
og sagði að á henni væri for-
láta frétt, sem því miður væri
ekki þess efnis, að útvarpið
gæti notað hana, en væri þeim
mun betur fallin fyrir dagblað.
Bað Steingrímur hann að lesa
sér fréttina, svo að hann gæti
hagnýtt hana fyrir blað sitt,
og gerði fréttamaðurinn það
fúslega. Hraðaði Steingrímur
sér síðan til ritstjórnarskrif-
stofu sinnar og þóttist hafa
hreppt mikið happ; lét hann
það meðal annars í ljós við
blaðamann frá Þjóðviljanum,
sem hann mætti á Hverfisgöt-
unni, að hann hefði fengið hina
dýrmætustu frétt, athyglisverða
og mannlega í senn, og hafði
orð á nauðsyn þess að gera
byltingu í íslenzkri blaða-
mennsku. —• Daginn á eftir
birti Tíminn svo á forsíðu eft-
irfarandi frétt:
Síamskonungur veldur opin-
beru hneyksli vegna ástarfars.
Fréttir frá Reuter herma, að
konungur Síams sé riðinn við
mikið hneykslismál. Hefir hann
haft óleyfileg ástarmök við
margar aðalskonur þar i landi.
Hefir hann þótt svo djarftæk-
ur og áleitinn í þeim efnum, að
sumar konur við hirðina hafa
kvartað undan ásækni hans op-
inberlega. Meðal þeirra er eig-
inkona sendiherra Argentínu.
Konungur Síams stundaði
fyrrum nám í Öxnafurðu og
þótti hann þá ekki við eina
fjölina felldur.“
Hafði Steingrímur mátt nema
burtu frétt um hrútasýningu,
sem fyrir var á forsíðunni til
þess að koma þessari að.
St. J. þýddi og skráði.
TJfíVÁ 1 Ritstjóri: Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16. Af-
17 Jl r 71 greiðsla Tjamargötu 4, pósthólf 365, Reykjavík.
Kemur út átta sinnum á ári. Verð kr. 10.00 hvert hefti í lausasölu.
Áskriftarverð 70 kr. á ári. Utanáskrift tímaritsins er: tírval, póst-
hólf 865, Reykjavík.
ÚTGEFANDI: STEINDÓRSPRENT H.F.