Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 48
46
tJRVAL,
fyrir þá ósvífnar ýkjur. En í
raun og veru er hér aðeins sagt
á daglegu máli frá því sem
lesa má á lærðu máli hagspek-
inganna í bókum þeirra og tíma-
ritum. I grein í ameríska viku-
blaðinw Saturday Review kem-
ur fram sama hugsunin og hér
að framan: „Sú fjölskylda, sem
er svo fátæk, að hún verður að
láta sér nægja brauð og þurr-
ar baunir, verður auðvitað að
láta sér nægja að óska sér
brauðs og bauna. En í Banda-
ríkjunum eru lífskjörin komin
á það stig, að meirihluti fólks-
ins á drjúgan skilding afgangs
þegar það hefur keypt sér
brýnustu nauðþurftir. Það eru
þessir skildingar, sem baráttan
stendur um.“
Þetta er raunar ekki sérstakt
amerískt fyrirbrigði. Hér í Evr-
ópu ■ eins og þar þreytir sölu-
mennskan hið þindarlausa
kapphlaup sitt um skildingana,
sem afgangs eru þegar við höf-
um fullnægt nauðþurftum okk-
ar. En í Bandaríkjunum er
þessi umframkaupmáttur svo
mikill og efnahagslíf landsins
svo bundið honum, að þróunin
er þar komin á hærra stig en
hér, og má því fá nokkra vit-
neskju um það sem koma skal
hjá okkur, með því að skyggn-
ast vestur yfir Atlantshaf.
Því betri sem lífskjörin verða,
því brýnni nauðsyn verður það
fyrir fjölmörg iðnaðar- og
verzlunarfyrirtæki að skapa
þörf, í stað þess eins að upp-
fylla þarfir sem fyrir eru. Um
þetta segir í áðurnefndri grein
í Saturday Review: „Gamli Ford
módel-T seldist á meðan ekki
voru aðrir bílar á markaðinum.
En um leið og nóg kom af bíl-
um á markaðinn (les: fleiri bíl-
ar en þörf var á), hætti bíllinn
að vera samgöngutæki fyrst og
fremst, en varð í staðinn tákn
um þjóðfélagsstöðu eigandans
og ímynd persónuleika hans.“
Markaðskönnun var á sínum
tíma einkunnarorð í iðnaðar- og
fjármálaheimi Bandaríkjanna.
Fyrirtækin vildu komast að því
hve mikill markaður væri fyrir
framleiðslu- og söluvarning
þeirra. Jafnan var þessi könn-
un fólgin í því að sendir voru
út spurningalistar, eða spyrj-
endur gerðir út af örkinni, til
þess að fá upplýsingar um hvað
kaupendur vildu. Ýmsar merki-
legar og gagnlegar upplýsingar
fengust með þessari aðferð, en
hún hafði sína galla, eins og
sjá má af sögunni um framleið-
andann, sem ætlaði að setja
rautt naglalakk á markaðinn.
Rauðar neglur voru þá enn að
mestu óþekkt fyrirbrigði. Fram-
leiðandanum datt í hug, að kven-
fólkið mundi gjarnan vilja vera
með rauðar neglur, en til örygg-
is lét hann framkvæma mark-
aðskönnun. Áttatíu prósent
hinna aðspurðu kvenna svöruðu
afdráttarlaust neitandi, það
væri ósiðsamlegt og ljótt að vera
með rauðar neglur. Framleið-
andinn þráaðist samt við og