Úrval - 01.12.1954, Side 58

Úrval - 01.12.1954, Side 58
56 ÚRVAL lokið þegar konurnar hnigu dauðar niður af því að anda að sér gufunni. Sagt er að þessar sögur hafi gefið Shakespeare hugmyndina að nornunum í Macbeth. Er frá leið, fengust nánari fregnir af þessu. Reynd- ist margt þjóðsögur, t. d. sag- an um gömlu konurnar, en ým- islegt fékkst staðfest. Þýzki náttúrufræðingurinn Alexander von Humbolt var í byrjun 19. aldar sjónarvottur að því þegar Indíánar bjuggu til kúrare úr ýmsum plöntuhlutum, og um svipað leyti og Bernard var að gera tilraunir sínar, fékk Eng- lendingurinn Robert Schom- burgh að sjá hinar gildvöxnu vafningsjurtir, sem eru aðalefn. ið í örvareitrinu. Alls eru um tuttugu jurtategundir notaðar við tilbúning náttúrukúrare, sumar til að gefa efninu hæfi- legan þéttleika og aðrar ef til vill sem liður í töfrum, viðhöfð- um í sambandi við tilbúning eit- ursins. Eftir tilraunir Bernards var farið að nota kúrare til að lækna sjúklegan vöðvasamdrátt, t. d. stífkrampa. Inngjöf þess var þó miklum vanda bundin, einkum vegna þess, að þær smá- sendingar, sem bárust frá Suð- ur-Ameríku gegnum kaupmenn og sendiherra, voru mjög breyti- legar að styrkleika. Og svo fór að lokum, að menn gáfust upp á að nota það sem læknislyf af þessum sökum. Margar til- raunir voru gerðar til að hreinsa náttúrukúrare og ná úr því hinu virka eiturefni, einkum í Þýzka- landi, en þær tilraunir tókust aldrei fyllilega. Nútímasaga kúrare hefst upp úr 1930 og er hún engu síðri lestur en saga þess frá fyrri öldum. Árið 1935 tókst Eng- lendingnum Harold King með nýjum kemískum aðferðum að vinna 1,16 g af hreinu efni úr 25 g af náttúrukúrare, sem lyfjasafn eitt hafði látið honum í té. Og ekki aðeins það: hon- um tókst að finna efnasamsetn- ingu hins virka efnis og setja upp hina kemísku formúlu þess. Formúlan var mjög flókin og' mun enginn nema efnafræðing- ur geta gert sér grein fyrir hvaða erfiðleika King hefur átt við að etja. Hér var þá fundið hið virka eiturefni kúrare, sem menn höfðu árangurslaust leit- að að áratugum saman, og væri aðeins nóg til af náttúrukúrare, þá var hægt að framleiða það læknislyf, sem menn hafði lengi dreymt um. Um svipað leyti og King vann að þessum tilraunum sínum, var Ameríkumaður á ferð um frum- skóga Ecuador. I ferð þessari, sem var ein af mörgum ferðum hans um hitabeltið, varð hann fyrir því slysi að detta af hest- baki. Við byltuna skaddaðist hann í baki og neyddist til að hverfa aftur heim til Washing- ton. Afleiðingar byltunnar komu ekki fyllilega í ljós fyrr en eft- ir heimkomuna, en þá fékk hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.