Úrval - 01.12.1954, Side 58
56
ÚRVAL
lokið þegar konurnar hnigu
dauðar niður af því að anda að
sér gufunni. Sagt er að þessar
sögur hafi gefið Shakespeare
hugmyndina að nornunum í
Macbeth. Er frá leið, fengust
nánari fregnir af þessu. Reynd-
ist margt þjóðsögur, t. d. sag-
an um gömlu konurnar, en ým-
islegt fékkst staðfest. Þýzki
náttúrufræðingurinn Alexander
von Humbolt var í byrjun 19.
aldar sjónarvottur að því þegar
Indíánar bjuggu til kúrare úr
ýmsum plöntuhlutum, og um
svipað leyti og Bernard var að
gera tilraunir sínar, fékk Eng-
lendingurinn Robert Schom-
burgh að sjá hinar gildvöxnu
vafningsjurtir, sem eru aðalefn.
ið í örvareitrinu. Alls eru um
tuttugu jurtategundir notaðar
við tilbúning náttúrukúrare,
sumar til að gefa efninu hæfi-
legan þéttleika og aðrar ef til
vill sem liður í töfrum, viðhöfð-
um í sambandi við tilbúning eit-
ursins.
Eftir tilraunir Bernards var
farið að nota kúrare til að
lækna sjúklegan vöðvasamdrátt,
t. d. stífkrampa. Inngjöf þess
var þó miklum vanda bundin,
einkum vegna þess, að þær smá-
sendingar, sem bárust frá Suð-
ur-Ameríku gegnum kaupmenn
og sendiherra, voru mjög breyti-
legar að styrkleika. Og svo fór
að lokum, að menn gáfust upp
á að nota það sem læknislyf
af þessum sökum. Margar til-
raunir voru gerðar til að hreinsa
náttúrukúrare og ná úr því hinu
virka eiturefni, einkum í Þýzka-
landi, en þær tilraunir tókust
aldrei fyllilega.
Nútímasaga kúrare hefst upp
úr 1930 og er hún engu síðri
lestur en saga þess frá fyrri
öldum. Árið 1935 tókst Eng-
lendingnum Harold King með
nýjum kemískum aðferðum að
vinna 1,16 g af hreinu efni úr
25 g af náttúrukúrare, sem
lyfjasafn eitt hafði látið honum
í té. Og ekki aðeins það: hon-
um tókst að finna efnasamsetn-
ingu hins virka efnis og setja
upp hina kemísku formúlu þess.
Formúlan var mjög flókin og'
mun enginn nema efnafræðing-
ur geta gert sér grein fyrir
hvaða erfiðleika King hefur átt
við að etja. Hér var þá fundið
hið virka eiturefni kúrare, sem
menn höfðu árangurslaust leit-
að að áratugum saman, og væri
aðeins nóg til af náttúrukúrare,
þá var hægt að framleiða það
læknislyf, sem menn hafði lengi
dreymt um.
Um svipað leyti og King vann
að þessum tilraunum sínum, var
Ameríkumaður á ferð um frum-
skóga Ecuador. I ferð þessari,
sem var ein af mörgum ferðum
hans um hitabeltið, varð hann
fyrir því slysi að detta af hest-
baki. Við byltuna skaddaðist
hann í baki og neyddist til að
hverfa aftur heim til Washing-
ton. Afleiðingar byltunnar komu
ekki fyllilega í ljós fyrr en eft-
ir heimkomuna, en þá fékk hann