Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 38
36
ÚRVAL
Tækifæri kirkjunnar.
Vonarvísar — ekki meira.
Baráttan stendur yfir, er ekki
enn unnin. Og þessi barátta
geisar beggja vegna mæranna,
sem skilja milli austurs og vest-
urs. Því að beggja vegna er
andlega ástandið næsta áþekkt:
Menn finna að þeir hafa tapað
miði og áttum og svipast um til
þess að reyna að átta sig,
finna mennskuna aftur. Kirkj-
unni er ætlað að hjálpa þeim,
aðstoða þá í áttavillu þeirra,
flytja þeim boðin góðu um Guð,
sem gjörðist maður, Guð, sem
varð sannur maður og vill, að
maðurinn verði mennskur aft-
ur. Hættan nú er sú, að kirkj-
an noti og misnoti hagstæða
aðstöðu til þess að auka ytri
íhlutun í menningarmál, félags-
mál og stjórnmál, reyni að
byggja upp kristinn heim með
aðferðum og eftir fyrirmyndum
veraldlegra hreyfinga. Þá verð;
ur hinn nýi kristni heimur engú
betri en hinn gamli var. Hann
verður von bráðar eins óguðleg-
ur og ómennskur og hann hefur
nokkru sinni áður verið, eða
jafnvel verri. Klerkaveldi er
engin lækning á heiðinni heims-
lund. En kirkja, sem vill hjálpa
mönnum fyrir Krists sakir að
lifa guðlegu og mennsku lífi,
kirkja, sem veit, að það er sælla
að gefa en þiggja, betra að
þjóna en drottna, kirkja, sem
er hlýðin meistara sínum og
fetar í fótspor hans, getur orð-
ið tæki hans til þess að breyta
þessum heimi til hins betra með
því að breyta mannkyni til hins
betra. Hún getur orðið það í
Evrópu nú.
S. E. þýddi.
□---D
Bót í máli.
Heimsfræg- kvikmyndastjarna hafði ráðið til sín nýja þjón-
ustustúlku. 1 mikilli veizlu, sem hún hélt skömmu síðar, horfði
hún uggundi á þegar stúlkan bar fram úr stofunni fjallháan
diskhlaða fram í eldhúsið. t>að fór eins og hún kveið: framan
úr eldhúsinu heyrðist dynkur mikill og brothljóð.
Leikkonan flýtti sér fram og horfði með skelfingu á hið
dýrmæta postulín sitt i brotahrúgu á gólfinu. Það var dauða-
þögn drykklanga stund. Svo sagði stúlkan og brosti: „Það
var þó að minnsta kosti gott, að ég var ekki búin að þvo
diskana.'1
— Svenska Dagbladet.