Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 101
STRÁKAPÖR
99
eru það hinsvegar ekki og
mættu kallast heimspekilegar
tilraunir, svo sem eins og þegar
hann fór til Alaska og seldi
Eskimóa þar ísskáp, helti viskí
í rottu til þess að sjá frum-
myndina að því að vera „rottu-
fu.llur" — og einu sinni málaði
hann kú purpurauða og leiddi
inn í forsal gistihúss nokkurs
til að sýna skáldinu Burgess
sem orkti ljóð, sem nefndist
,,Ég hef aldrei séð purpura-
rauða kú.“
Fyrir tíu árum þurfti Jim,
starfs síns vegna að aka í bif-
reið um þver og endilöng Banda-
ríkin. Hann ferðaðist einsam-
all og tók honum að leiðast
aksturinn. Dag nokkurn keypti
hann sér því grímu með fá-
bjánasmetti. Hann lagfærði síð-
an grímuna svo að hún félli
að hnakka hans og aftraði ekki
sjón hans. Þegar hann ók eftir
þjóðvegunum beið hann þar til
hann sá annan ökumann vera
að búa sig undir að aka fram-
úr honum. Þá hallaði Jim sér
út um gluggann og snéri fá-
bjánaandlitinu aftur. Þetta hlýt-
ur að hafa haft nístandi áhrif
á bifreiðastjórann, sem á eftir
kom, að sjá þennan glottandi
fábjána undir stýri á bifreið á
fullri ferð með andlitið aftur á
baki og án nokkurs tillits til
vegarins framundan.
.#
Um skeið var Jim ráðinn til
að slæpast á fullu kaupi í skrif-
stofum Fred Warings. Að nafn-
inu til var hann blaðafulltrúi
Warings. Morgun einn sat hann
við skrifborð sitt og strauk raf-
magnsrakvél um kjammana
þegar hann minntist þess
skyndilega að hann átti að
hringja til útvarps-ritstjóra
dagblaðsins MP. Hann tók upp
símann, hringdi, og á þeim
skamma tima sem hann þurfti
að bíða þess að fá samband
við manninn hugsaði hann upp
ráð til að skemmta sér. Hann
hélt taltrektinni í fets fjarlægð
frá andlitinu og hrópaði:
„Jerry ?“
„Já.“
„Þetta er Jim Morgan. Gettu
hvar ég er!“
„Þú gætir verið á Norður-
pólnum eftir því að dæma hvern-
ig heyrist til þín,“ sagði Jerry.
Rafmagnsrakvélin var ennþá
í gangi og Jim tók nú að hreyfa
hana til og frá, —- að taltrekt-
inni og frá henni.
„Heyrðu mig, Jerry!“ æpti
hann. „Ég er í sprengjuflug-
vél Bandaríkjahers í fjörutíu-
þúsund feta hæð yfir La Guar-
dia flugvellinum. Heyrirðu til
mín ?“
„Haltu áfram,“ sagði Jerry.
Og áfram var haldið með rak-
vélina.
„Hlustaðu nú á,“ sagði Jim,
„við erum hérna upp til þess
að sjá tilraun flughersins með
nýjan og stórkostlegan flugvéla-
síma. Þetta er annað símtalið
um þennan síma. Fyrra símtalið
var við forsetann í Washington.
L