Úrval - 01.12.1954, Síða 61
'Sænskur barnasálfræðingur ræðir
tilfinningii, sem er næsta
algeng í fjölskyldulífi:
„Þeim þykir ekki vænt um mig.“
Grein úr „Hörde Ni“,
eftir Nic. Waal.
AÐ er algengt mannlegt fyr-
irbrigði, að fullorðnum
finnist þeir ekki njóta ástar og
umhyggju sinna nánustu. Þegar
svo er ástatt, neytum við allra
ráða til að losna við þá tilfinn-
ingu. Við reynum það t. d. með
því að krefjast þess að okkur
séu sýnd ytri tákn ástar og um-
hyggju. Fáum við ekki þeim
vílja okkar framgengt, fyllumst
við gremju. Frú Elsu finnst, að
þegar hún er allan daginn heima
og slítur sér út fyrir eiginmann
og börn, sé ekki til of mikils
ætlast, þó að maðurinn komi
heim með blóm stöku sinnum,
úr því að hann hefur ráð á að
kaupa vindla handa sér. Hann
gæti líka verið svolítið skraf-
hreifnari við morgunverðar-
borðið, í stað þess að grúfa sig
ofan í blöðin. Og er til of mikils
mælzt, að hann skoli stöku sinn-
um úr bleiju, þegar hann veit
að ég er þreytt? segir hún. Á
hinn bóginn hugsar Gunnar,
maður Elsu, ef til vill svo: Elsa
er sjálfsagt hætt að elska mig,
því að annars mundi hún greiða
sér áður en hún kemur með
morgunkaffið. Ef hún elskaði
mig, mundi hún fylgjast með
því sem ég les eða hlusta á mig
þegar ég spila á píanóið. Auð-
vitað segir hann þetta ekki við
hana, hugsunin er tæpast með-
vituð, en hann sekkur sér niður
í morgunblöðin, eins og skjald-
baka sem dregur sig inn í skel
sína, eða þá að hann rífst út
af miðdegisverðinum, sem er
viðbrunninn eða kemur of seint
á borðið.
Við bælum að jafnaði niður
það sem við erum hrædd við og
látum það aðeins í ljós óbeint.
Þegar mæðrum finnst að þær
séu ekki elskaðar, kemur það
oft fram í afstöðu þeirra til
barnanna, en það getur komið
fram í ýmsum myndum.
Oft má heyra mæður segja:
„Gefðu mömmu koss, henni þyk-
ir svo vænt um þig.“ Og Hans
og Gréta og Stína andvarpa og
kyssa hana annars hugar á
kinnina, af því að þau eru knú-