Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 5
RÉTTVÍSIN
3
lög, sem hafa þá þegar verið
fullgilt. I öðru lagi verður refs-
ingin að ákveðast af óháðum
aðila — þ.e.a.s. óháðum stjórn-
arvöldunum. Á bak við þetta
stendur löggjafinn, sem er
skuldbundinn til að semja lögin
fyrirfram og ákveða refsingu
við brot á þeim.
I Mannréttindayfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna frá 10. des.
1948 stendur, að enginn teljist
sekur til refsingar, nema verkn-
aður sá eða aðgerðarleysi, sem
hann er borinn, varði refsingu
að landslögum eða þjóðarétti á
þeim tíma, er máli skiptir. Eigi
má heldur dæma hann til þyngri
refsingar en þeirrar, sem að lög-
um var leyfð, þegar verknaður-
inn var framinn.
Samkvæmt þessari grein er
engu ríki unnt að sjóða saman
í skyndi breytingu á lögum til
þess að geta hneppt einhvern
þegna sinna í fangelsi — en á
því vildi einatt brydda fyrr á
tímum.
En þetta er aðeins lagalegt
öryggi. Það er dómarans að úr-
skurða, hvort breyting hefur
verið gerð eða ekki og fella nið-
ur málið, ef nauðsyn krefur. Það
getur hann ekki, nema hann sé
fyllilega óháður stjórnarvöldun-
um.
Engilsaxar greindu fyrstir
manna dómsvaldið frá löggjaf-
ar- og framkvæmdarvaldinu.
Sjálfstæði dómsvaldsins krefst
af dómaranum stöðugrar ár-
vekni. Ábyrgð hans er mikil.
Skylda hans er þung. Dómari,
sem hlýðnast skipunum annarra
eða hneigist til spillingar, á sér
engar málsbætur.
Lögmæti refsingarinnar og
sjálfstæði dómsvaldsins eru
samt, strangt tekið, engin
trygging fyrir frelsi einstak-
lingsins. Hér kemur nýtt til
greina: gæzluvarðhaldið. Ef
maður er grunaður um glæp,
t. d. morð, er engin leið að láta
hann ganga lausan, þangað til
dómur fellur. Hann gæti hlaup-
izt í felur eða flúið landið. Auk
þess krefjast saksóknarar þess
næstum ævinlega, að sá grunaði
sé hnepptur í varðhald — til
þess að fyrirbyggja, að hann
geti spillt sönnunum fyrir sekt
sinni.
Gæzluvarðhaldið er víðast
hvar viðurkennt, og það brýtur
ekki í bága við Mannréttinda-
yfirlýsinguna, þar sem skrifað
stendur að: ,,Hvern þann mann,
sem borinn er sökum fyrir refsi-
vert athæfi, skal telja saklaus-
an, unz sök hans er sönnuð lög-
fullri sönnun fyrir opinberum
dómstóli, enda hafi tryggilega
verið búið um vörn sakborn-
ings.“
I gæzluvarðhaldinu. er fólgin
mikil hætta fyrir einstaklings-
frelsið. Fuilkomin refsilöggjöf
mundi verða þýðingarlaus, ef
valdhafar gætu fangelsað mann
án þess að segja honum, hvaða
lagastaf hann hefði brotið. Það
er hugsanlegt, að eftir hand-
töku sé maðurinn látinn dúsa