Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 57

Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 57
ÖRVAREITRIÐ KÚRARE 55 sem lamaður var. Af þessu dró Bernard þá ályktun, að kúrare verkaði aðeins á þann hluta taugakerfisins, sem stjórnar hreyfingunum, en ekki á skyn- taugarnar. En hann lét ekki þar við sitja. Menn gátu þegar á þess- um tíma örvað taug með raf- magni, þannig að vöðvinn sem hún stjórnaði dróst saman. Það er líka hægt að erta vöðva með því að snerta hann beint, án þess að snerta taug hans. Claude Bernard uppgötvaði nú, að í dýrum, sem hafði verið gefið kúrare, var leiðsluhæfi- leiki taugarinnar óskertur. Hann baðaði taugina sjálfa í kúrare, en gat eftir sem áður framkallað samdrátt í vöðvan- um, þegar hann erti taugina með rafmagni. Ef hann á hinn bóginn baðaði vöðvana í kúrare, gat hann ekki framkallað sam- drátt í honum með því að erta taug hans, en hinsvegar gat hann framkallað samdrátt í vöðvanum með því að erta hann sjálfan. Þannig voru vöðvi og taug fyllilega starfhæf hvort fyrir sig, þrátt fyrir eitrunina, en sambandið milli þeirra var á einhvern hátt rofið. Af þessu dró Claude Bernard þá álykt- un, að eitrið verkaði einhvers- staðar mitt á milli taugarinnar og vöðvans. Þessi ályktun reynd- ist rétt, við vitum nú, að það er einmitt tengingin milli taug- aiinnar og vöðvans, sem kúrare hefur áhrif á eða rýfur. Eitraðar örvar hafa þekkzt svo langt aftur sem sögur ná og verið notaðar bæði til veiða og í styrjöldum. Þeir Evrópu- menn sem fyrstir komu til Ameríku sögðu eftir heimkom- una frá hinum eitruðu örvum Indíánanna, sem þeir skutu gegnum blásturspípur. Sá sem varð fyrir slíkri ör hneig til jarðar hljóðlaust og gaf þegar upp andann. Einn þessara land- könnuða var Sir Walter Raleigh, sem var í þjónustu Elísabetar I Englandsdrottningar. Hann mun einnig hafa verið sá fyrsti, sem kom til Evrópu með hið dökkbrúna eitur, sem Indíánarn- ir bjuggu til og kölluðu kúrare. Öðru hvoru næstu aldir barst til Evrópu ein og ein leirkrukka eða bambuspípa með kúrare og komst þar í hendur kaupmanna, lækna eða náttúrusafnara. Landi Claude Bernards, Charles Marie de la Condamine, sem tók þátt í frönskum leiðangri, er gerður var út til að mæla hádegisbaug jarðarinnar, kom með örvareitrið heim með sér. Eftir heimkomuna hafði hann sýningar á því hvernig eitrið lamaði fugla og vöktu þær mikla athygli. Kynlegar sögur bárust um þetta dularfulla eitur vestan um haf. Sagt var, að það væri bú- ið til úr nöðrublóði, viðarberki og laufblöðum, soðið í galdra- pottum, sem gamlar konur gættu, og væri það haft til marks um það að suðunni væri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.