Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 20
BRUÐAKAUPIN.
Smásaga
eftir Torkel Siwertz.
FAÐIR Marysu Delprats var
auðugur bakari í smábæn-
um Tolbiae, sem er nokkrar
mílur fyrir sunnan Agen. Búð-
ín er ekki eins glæsileg og þær,
sem við eigum að venjast, þar
sem allar tegundir af girnileg-
um kökum og brauðum eru á
boðstólum, heldur dimm kjall-
arahola, þar sem varla varð
þverfótað fyrir körfum og mjöl-
sekkjum, og til þess að kom-
ast inn í búðina, varð maður
að klöngrast niður forugar
tröppur af götunni. Það fékkst
aðeins ein tegund af brauði, í
tveggja og fimm kílóa hleifum,
að vísu bragðgott, en alltaf
eins. Þegar dyrnar inn í brauð-
gerðina voru opnar, sá maður
þrjá bakarasveina vera í óða
önn að hnoða deig í hálfrökkr-
inu. Delprat gamli hugsaði sjálf-
ur um eldana og hrærivélina.
Hann unni sér aldrei hvíldar,
ekki fremur en húsmóðirin,
sem var ýmist að elda mat
handa fólkinu eða afgreiða við-
skiptavini í búðinni. I þessu
húsi var stritað myrkranna á
milli, en með léttri lund, og það
hefur sjálfsagt gert sitt til þess
að bæta brauðið.
Marysa var snotrasta stúlka,
en það var alltaf svo mikill así
á henni, að það var aldreí hægt
að virða hana almennilega fyrir
sér. Hún var alltaf á ferð og'
flugi. Hún var aldrei kölluð
annað en Marysa.
Þetta var eina brauðgerðin á
þessum slóðum og Marysa var
send með brauðin til býlanna í
nágrenninu. Það var hreinasta
mildi að stúlkan skyldi ekki fara
sér að voða, því að hún ók eins
og glanni og hirti ekki hót um
það litla sem hún hafði lært í
umferðarreglunum. Þegar mað-
ur heyrði hljóðið í bifreiðinní
hennar eða sá til litla sendi-
ferðabílsins með græna segl-
dúksþakinu, þá var áreiðanlega
hollast að koma sér út af veg-
inum í snatri. En allir fengu
brauðin í tæk tíð og það var
aðalatriðið.
Julietta var einkadóttir
Delpuechs kaupmanns. Þegar
vörubílarnir hans óku hlaðnir
sementi, tígulsteinum og áburð-
arefnum um götur bæjarins, þá
nötruðu húsin og það komu
sprungur í veggina. Delpuech
var langur náungi með stirðnað
kaupmannsbros á vörum, sem