Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 32
30
ÚRVAL
Ég held ég geti útvegað yður
styrk.“
Hann fékk styrkinn: 500
dollara! En þótt smátt væri
skammtað hélt Selye áfram til-
raunum sínum, einn og við
slæm skilyrði — brautryðjandi
í andstöðu við hina hefðbundnu
læknisfræði, sem beindi allri
athygli sinni að sérstökum,
greindum sjúkdómum.
Fyrsta viðfangsefnið var að
komast að því hversvegna of-
reynsla olli svona miklu tjóni
á líffærum rottanna. Selye datt
í hug að ef til vill væri heila-
dinglinum um að kenna. Hann
fann snjalla aðferð til að nema
á brott þennan kirtil. Því næst
lét hann margskonar áreynslu
mæða á dýrunum: kulda, hita,
þreytu, hávaða og eitrun. Ekki
bar neitt á fyrrgreindum líf-
færaskemmdum í þessum dýr-
um.
Því næst tók hann burt
nýrnahetturnar, en lét heila-
dingulinn vera kyrran, og lét
sömu áreynslu mæða á þeim
dýrum. Lítilsháttar skemmd
kom fram í líffærum þeirra.
Nýrnahetturnar áttu þannig
sinn þátt í því, sem Selye kall-
aði áreynslu-sýndrómiö *).
Málið tók nú smátt og smátt
að skýrast. Þegar áreynsla
mæddi á dýri, bjóst líkaminn
til varnar. Heiladingullinn sendi
frá sér vaka, sem örvaði nýrna-
*) Sýndróm er samstæða af
sjúkdómseinkennum. —■ Þýð.
hetturnar til framleiðslu á
öðrum vökum. Ef áreynslan hélt
áfram, komu á eftir þessu við-
bragðstímabili aðlögunartíma-
bil, en á því tímabili lærði dýr-
ið að þola áreynsluna. En við
áframhaldandi áreynslu fór
svo að lokum, að þetta varnar-
kerfi bilaði, dýrið veiktist og
dó.
Krufning leiddi í ljós nokkur
athyglisverð sjúkdómseinkenni.
Æðaveggir höfðu þykknað og
harðnað og alvarlegar skemmd-
ir sáust í hjarta og nýrum. í
sumum dýrum sáust gigtarein-
kenni, og í öðrum einkenni sem
svipaði til gigtsóttar. f fám
orðum sagt: sjúkdómsmyndin
var mjög svipuð og hjá mönn-
um, sem þjást af sjúkdómum
í hjarta og æðakerfi. Bölvald-
urinn var bersýnilega ofgnótt
vaka, sem heiladingullinn og
nýrnahetturnar höfðu framleitt
til varnar áreynslu, sem lögð
var á dýrin utan líkamans.
Hér mátti greinilega sjá at-
hyglisverðar hliðstæður þess
sem Selye tók eftir í tilrauna-
rottum sínum og þess sem við
höfum öll tekið eftir hjá okk-
ur sjálfum. Margir virðast
klára sig vel, þótt á þeim mæði
áhyggjur, yfirvinna, þreyta og
langvinn sýklaeitrun — í lengri
eða skemmri tíma. En svo kem-
ur að því að eitthvað bilar.
Sumir fá of háan blóðþrýsting,
aðrir fá skyndilega æðastíflu í
hjarta og enn aðrir sykursýki.
Selye vildi sannprófa þá skoð-