Úrval - 01.12.1954, Side 47
Sölumennskaa þreytir liið þindarlausa
kapphiaup sitt um skilding-ana, sem
aígangs eru þegar við höfum full-
nægt nauðþurftum okkar.
Sálfrœði og sölumennska.
Grein úr „Magasinet",
eftir Törk Haxthausen.
IINDLANDI ganga heimilis-
leysingjar um langa vegi,
yfir þurra akra, gegnum svelt-
andi þorp. I Japan búa menn
við sult, í Kína, Indónesíu, Mið-
austurlöndum og langt inn í
Evrópu lifir fólk í stöðugri ná-
vist við hungurdauðann eða
verður honum að bráð. Fólkið
er of margt, segja menn, of
margt og fátækt, jörðin er ekki
nógu stór til að rúma það allt,
jörðin er ekki eins auðug og
við héldum . . .
En auðvitað er ekki sama
hvert horft er. Sá sem snýr
bakinu að Asíu og horfir í vest-
urátt, til Ameríku, sér allt ann-
að. Þar á auðurinn sér engin
takmörk — nema landamæri —
þar er ofgnóttin svo mikil, að
menn verða að leggja dag við
nótt til að koma henni í lóg.
Það kann að líta undarlega út í
augum áhorfandans, en barátt-
an fyrir tilverunni er ekki hæg-
ari þar en hjá fátæklingunum
í hinum vanyrktu löndum, henni
er bara öðruvísi háttað. Þar
er ekki um það að ræða að afla
sér og náunga sinum þurrs
brauðs; baráttan stendur um að
láta náungann auka neyzlu sína
sem allra mest, þótt það sé
langt um fram það sem hann
hefur gott af. Og þegar hann
hefur etið sér til óbóta, á hann
enn afgang, umfram-kaupmátt
eins og hagspekingarnir kalla
það, sem mikið veltur á að
hægt sé að fá hann til að kaupa
fyrir bíla, tuggugúmmí, ísskápa,
sjónvarpstæki, flugfarmiða, eða
hvað það nú er sem maður lif-
ir á að selja. Þetta er barátta
eins við alla og allra við einn,
því að einn hefur því aðeins
ráð á að kaupa sér nýjan bíl,
að hann geti fengið annan til að
kaupa ísskáp, og sá hefur því
aðeins ráð á að kaupa sér ís-
skáp að hann geti selt bíl. Og
báðir neyðast til að tyggja
tuggugúmmí til að róa taug-
arnar og nota svitameðal, eða
lykteyðandi sápu til að leyna
því að óttinn og kviðinn magn-
ar svita þeirra óþef.
Sumum kann að finnast, að
hér sé verið að bera á borð