Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 23

Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 23
BRÚÐAKAUPIN 21 Eins og vanalega gegndi Fin- aud störfum borgarstjórans við vígsluna. Augu hans glömpuðu eins og tvö illgirnisleg pipar- kom og öðm hvoru fóru kippir um axlir hans, eins og hann væri að bæla niður í sér hlát- urinn. Það var eins og honum væri eitthvert glens í huga, sem væri allt of háfleygt til þess að aðrir gætu tekið þátt í því. Annars var einhver flýtir og hroðvirknisblær yfir allri at- höfninni, rétt eins og hann væri að gifta einhverja fátæklinga, en ekki börn auðugasta fólksins í bænum. Og þetta var ekki sizt stúlkunum að kenna. Meðan á athöfninni stóð, voru stúlkurn- ar sífellt að hvísla og pískra í eyrun á brúðgumunum, svo að stórhneyksli var að. Foreldrarn- ir, svaramennirnir og aðrir við- staddir litu gremjulega og ásak- andi til stúlknanna; það var ótækt, að lítilsvirða á þennan hátt svo hátíðlega stund og hindra fólk í að heyra það sem fram fór. En allt kom fyrir ekki. Þær héldu áfram upptekn- um hætti, og ef einhver hefði heyrt hvað þessar skynsömu stúlkur létu sér um munn fara, þá hefði sá hinn sami ekki trú- að sínum eigin eyrum. Ekki hegðuðu þær sér betur í kirkj- unni, og þar sem gamli prest- urinn hafði af einhverri tilvilj- un gleymt tönnunum sínum, þá skildi enginn orð af því sem hann sagði. Loks var athöfninni í kirkjunni lokið og brúðhjónin og gestimir héldu eftir blómum- stráðri götunni til hótelsins. All- ir, sem stóðu á götunni og heils- uðu brúðhjónunum með hróp- inu „vive les mariés“, furðuðu sig á því hve brúðirnar voru glaðlegar á svipinn. Nú var bú- ið að gifta þær, veslingana, gegn vilja þeirra, og hvernig gat þá staðið á þessari kátínu? I veizl- unni höguðu þær sér þannig, að allir hneyksluðust, þær hlógu og drukku kampavín og hvöttu brúðgumana til sama hátternis. Piltarnir reyndu að láta sem ekkert væri og skáluðu líka, en vínið virtist hafa öfug áhrif á þá. Þeir urðu stöðugt vandræða- legri, og það sást á svip þeirra, hvaða álit þeir höfðu á stúlk- unum, sem voru svona fljótar að gleyma æskuástum sínum. Delpuech gamli hafði lánað ungu hjónunum stóra Peugeot- bílinn sinn, því að stúlkurnar höfðu afráðið að fara saman í brúðkaupsferðina, en það var auðvitað stórhneyksli, eftir allt sem á undan var gengið. Hrein- asta brjálæði! Þetta var sem sé hálfgerður harmleikur, og enda þótt þær hörkuðu af sér, hefðu þær átt að taka tillit til þess hvernig piltunum var inn- anbrjósts. Það botnaði enginn í þessu uppátæki. Ungu hjónin klæddu sig í ferðafötin og lögðu af stað. Jeannot settist við stýrið og Charlot við hlið hans í fram- sætinu, þögull og ólundarlegur eins og hinn, en stúlkurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.