Úrval - 01.12.1954, Side 23
BRÚÐAKAUPIN
21
Eins og vanalega gegndi Fin-
aud störfum borgarstjórans við
vígsluna. Augu hans glömpuðu
eins og tvö illgirnisleg pipar-
kom og öðm hvoru fóru kippir
um axlir hans, eins og hann
væri að bæla niður í sér hlát-
urinn. Það var eins og honum
væri eitthvert glens í huga,
sem væri allt of háfleygt til
þess að aðrir gætu tekið þátt
í því. Annars var einhver flýtir
og hroðvirknisblær yfir allri at-
höfninni, rétt eins og hann væri
að gifta einhverja fátæklinga,
en ekki börn auðugasta fólksins
í bænum. Og þetta var ekki sizt
stúlkunum að kenna. Meðan á
athöfninni stóð, voru stúlkurn-
ar sífellt að hvísla og pískra
í eyrun á brúðgumunum, svo að
stórhneyksli var að. Foreldrarn-
ir, svaramennirnir og aðrir við-
staddir litu gremjulega og ásak-
andi til stúlknanna; það var
ótækt, að lítilsvirða á þennan
hátt svo hátíðlega stund og
hindra fólk í að heyra það sem
fram fór. En allt kom fyrir
ekki. Þær héldu áfram upptekn-
um hætti, og ef einhver hefði
heyrt hvað þessar skynsömu
stúlkur létu sér um munn fara,
þá hefði sá hinn sami ekki trú-
að sínum eigin eyrum. Ekki
hegðuðu þær sér betur í kirkj-
unni, og þar sem gamli prest-
urinn hafði af einhverri tilvilj-
un gleymt tönnunum sínum, þá
skildi enginn orð af því sem
hann sagði. Loks var athöfninni
í kirkjunni lokið og brúðhjónin
og gestimir héldu eftir blómum-
stráðri götunni til hótelsins. All-
ir, sem stóðu á götunni og heils-
uðu brúðhjónunum með hróp-
inu „vive les mariés“, furðuðu
sig á því hve brúðirnar voru
glaðlegar á svipinn. Nú var bú-
ið að gifta þær, veslingana, gegn
vilja þeirra, og hvernig gat þá
staðið á þessari kátínu? I veizl-
unni höguðu þær sér þannig,
að allir hneyksluðust, þær hlógu
og drukku kampavín og hvöttu
brúðgumana til sama hátternis.
Piltarnir reyndu að láta sem
ekkert væri og skáluðu líka, en
vínið virtist hafa öfug áhrif á
þá. Þeir urðu stöðugt vandræða-
legri, og það sást á svip þeirra,
hvaða álit þeir höfðu á stúlk-
unum, sem voru svona fljótar
að gleyma æskuástum sínum.
Delpuech gamli hafði lánað
ungu hjónunum stóra Peugeot-
bílinn sinn, því að stúlkurnar
höfðu afráðið að fara saman
í brúðkaupsferðina, en það var
auðvitað stórhneyksli, eftir allt
sem á undan var gengið. Hrein-
asta brjálæði! Þetta var sem
sé hálfgerður harmleikur, og
enda þótt þær hörkuðu af sér,
hefðu þær átt að taka tillit til
þess hvernig piltunum var inn-
anbrjósts. Það botnaði enginn
í þessu uppátæki.
Ungu hjónin klæddu sig í
ferðafötin og lögðu af stað.
Jeannot settist við stýrið og
Charlot við hlið hans í fram-
sætinu, þögull og ólundarlegur
eins og hinn, en stúlkurnar