Úrval - 01.12.1954, Qupperneq 40

Úrval - 01.12.1954, Qupperneq 40
38 ÚRVAL konur gætu gengið naktar í föt- um.“ Arabískur klæðnaður getur verið mjög geðfelldur og hag- kvæmur. Aðalflík karlmanna er djellaba, einskonar skikkja með hettu, og er sagt að hún sé köld þegar heitt er í veðri og hlý í kuldum. Hún er vörn gegn ryki og sandi, og er í senn frakki, hattur, jakki, ábreiða og náttföt. Stundum er einnig not- uð burnous (skikkja með stærri hettu). Ef Arabi sefur undir beru lofti, notar hann burnous eins og svefnpoka og hefur fæt- urna í hettunni. Arabískar konur eru venju- lega í hvítum skikkium, sem hylja næstum allan líkamann. Þar sem evrópskra áhrifa gætir, eins og t. d. í Tangier, getur stundum að líta skringilegt sam- bland af evrópskum og arabísk- um klæðnaði. Undir hvítri skikkju má kannski sjá (ef kon- an er rík) kjóla frá tízkuhúsi í París. Stundum gægjast vest- rænir skór með háum hælum fram undan hvítum skikkju- faldi. Það er misskilningur, þótt margir ætli svo, að miklir hitar séu í Marokkó. Þar geta að vísu komið miklir hitar (á sumrin er hægt að steikja egg á sand- inum fyrir sunnan Mogador), en í Atlasfjöllunum geta verið kuldar og snjór vikum saman, þannig að öll umferð teppist. Lyautey marskálkur, hinn nafn. kunni landsstjóri Frakka, hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði: „Marokkó er kalt land, en sólin þar er heit.“ Höfuðborg Frönsku Marokkó er Rabat, með 161.600 íbúa. Þar hefur landsstjóri Frakka aðset- ur og þar er höll soldánsins, og má segja, að borgin sé fyrst og fremst stjórnaraðsetur, eins og t. d. Washington í Bandaríkj- unum og Canberra í Ástralíu. Borgin er snyrtileg, breiðar göt- ur og falleg íbúðarhús bak við skuggasæla skrúðgarða. En stjórnmálaástandið í Rabat er um þessar mundir ótryggt og andrúmsloftið lævi blandið. Ar- öbum er bannað að safnast sam- an á götunum, jafnvel tveim eða þrem mönnum er bannað að staldra við saman, og lögreglan hefur gát á öllum til að koma í veg fyrir hermdarverk og mót- mælafundi þjóðernissinna. Casablanca er iðnaðar- og verzlunarmiðstöð og langstærsta borg landsins (um 600.000 íbú- ar). Um f jórðungur íbúanna eru Frakkar. Fyrir fjörutíu árum var Casablanca aðeins nokkrir fiskimannakofar, en nú minnir hún á Rio de Janeiro — hvít hús með stórum gluggum og mörgum svölum blasa við send- inni strönd, þar sem öldur At- lantshafsins falda hvítu. Casa- blanca er þriðja stærsta „franska" hafnarborgin í heim- inum, fór meiri varningur um hana en Dunkerque síðastliðið ár. Gistihús og veitingahús eru þar í stórborgarstíl, sum í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.