Úrval - 01.12.1954, Qupperneq 27
BRÚÐAKAUPIN
25
lagði heyrnartólið á og bældi
niður í sér hláturinn.
Þegar Finaud kom inn í borð-
stofu Delpuechs, ríkti þar
dauðaþögn, en í næstu andrá
helltu átta fokvondir foreldrar
sér yfir hann. Ungu hjónin sátu
þögul úti í horni. Þrumuraust
Delpuechs yfirgnæfði allt.
„Hvað hefur þú gert, þorp-
arinn þinn?“ öskraði hann,
„hvernig gaztu fengið af þér
að gera þetta?“ Og svo réðist
allur skarinn að honum með
brígslyrðum og ásökunum. Fin-
aud dró höfuðið niður á milli
axlanna, og beið þess að veðr-
inu slotaði. Loks tókst honum
að láta til sín heyra.
„Segið mér, í Herrans nafni,
hvað þetta á að þýða. Segið
mér að minnsta kosti hvað mál-
ið snýst um.“
„Vertu ekki með nein láta-
læti, lubbinn þinn, þú veizt vel
hvað komið hefur fyrir. Þú hef-
ur gift börnin okkar röngum
persónum, þú hefur svikið okk-
ur. Það skal verða þér dýrt . ..“
„Hvaða þvættingur er þetta?
Gift þau röngum? . . . Ég held
nú síður. Hérna er hjónavígslu-
bókin. Lesið þið sjálf. Marysa
Delprat og Jeannot Brunet; Jú-
líetta Delpuech og Charlot Gron-
din. Átti það ekki að vera
svona? Þið vorum öll viðstödd
og heyrðuð hvernig hjónavígsl-
urnar fóru fram.“
„En herra Finaud,“ hrópaði
Marysa óð og uppvæg, „við vor-
um búin að koma okkur saman
um . . . Þér voruð búinn að
lofa . . . Þér ætluðuð að sjá um
prestinn og allt. Og það voruð
þér, sem sögðuð að enginn
mundi heyra neitt, ef við stúlk-
urnar pískruðum nógu mikið.
Guð minn almáttugur, hvað haf-
ið þér gert, æ, æ, æ, en sú ó-
gæfa! Hvernig gátuð þér gert
þetta?“
„Elsku, litla Marysa mín, var
þessi barnaskapur alvara þín?
Þetta var auðvitað bæði ólög-
legt og ómögulegt eftir að búið
var að lýsa með ykkur. Þú
hlauzt að vita það sjálf. Ég lof-
aði ekki heldur neinu, og það
er ekki mín sök þó að þú hafir
ímyndað þér einhverja vitleysu.
Ég þvæ hendur mínar. Ef erind-
ið var ekki annað en þetta, ætla
ég að biðja ykkur að hafa mig
afsakaðan, ég hef í mörgu að
snúast.“ Hann átti bágt með
að dylja hæðnisbros sitt, þegar
hann bætti við: „Hvað mig
snertir, þá er allt í stakasta
lagi.“
„Hvað þig snertir, já, fals-
hundurinn þinn, þú lékst á
stúlkurnar og nú . . .“ grenjaði
bakarinn og var nærri búinn
að fá slag af vonzku, en lögmað-
urinn greip fram í fyrir hon-
um og var óðamála: „Auðvitað,
auðvitað, kæri Finaud, auðvitað
er allt í lagi; þetta er bara smá-
vegis misskilningur, sem enga
þýðingu hefur. Þetta er allt eins
og það á að vera og enginn
skaði skeður. Þér gegnið yðar
embætti prýðilega og ég vona