Úrval - 01.12.1954, Side 79

Úrval - 01.12.1954, Side 79
Sögiunaður seg.ir frá óvenjulegu atviki, sem kom fyrir hann í Casablanca, hafn- arhorginni á vesturströnd Afríku. Lifandi lík í Casahlanca. Grein úr „The American Mercury“, eftir Charles G. Schlee. AÐALSKRIFSTOFA okkar í Casablanca í Marokkó var þriggja hæða hús á fjölförnu götuhorni, ekki fjarri stóru torgi: Place de France. Fyrir framan hvert skrifstofuherbergi voru litlar svalir, sem slúttu fram yfir gangstéttina, og eng- inn lét sér annað til hugar koma en leggja bílnum sínum hinum megin götunnar, ef hann vildi forða honum undan logandi vindlingastubbum, sem hið iðju- sama starfslið okkar kastaði frá sér þegar það var að sóla sig á svölunum eða horfa á lífið á götunni fyrir neðan. Tilbreytingu skorti aldrei, maður gat verið nokkurn veginn viss um, að stæði maður upp frá skrifborðinu til að teygja stirða fæturna og kveikja sér í síga- rettu, mundi eitthvað skemmti- legt bera fyrir augu niður á göt- unni áður en sígarettunni var lokið og maður hafði fleygt stubbnum fram af svölunum. Kannski voru það bara tveir eða þrír vagnhestar, sem dottið höfðu á hálum götusteinunum — það var furðulegt hve margir urðu á samri stundu til þess að gefa ráð og leiðbeiningar um það hvernig bezt væri að koma þeim á fætur aftur. Kannski varð árekstur milli bíla, en slíkt er kærkomin tilbreyting í öllum löndum. Vegfarendur höfðu þá tekið afstöðu með og móti löngu áður en ökumennirnir höfðu náð sér eftir áreksturinn og upphaf- ið ákafar deilur um málið. Þeg- ar svo bar við varð verkfall á öllum skrifstofum og allir fóru út á svalir og fyrr en varði voru svalargestir á þriðju hæð komn- ir í stælur við vegfarendur niðri á götunni. Að lokum kom svo lögreglu- þjónn á vettfang, og þegar hann hafði skrifað hjá sér nöfn afa og ömmu ökumannanna — en það er nauðsynlegur liður í starfi fransks lögreglumanns undir svona kringumstæðum — gerðist hann deiluaðili, þó að mannþyrpingin væri nú orðin svo þétt, að hann yrði fljótlega að skera niður umræður til þess að greiða fyrir umferðinni. Þeg-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.