Úrval - 01.12.1954, Síða 69

Úrval - 01.12.1954, Síða 69
FRUMSKÓGAFlLLINN 67 að fara út í aftur og draga hann upp úr með valdi. Hún gaf honum nokkur dugleg vand- arhögg með rananum fyrir ó- hlýðnina og kálfurinn vældi eins og grís. Svo héldu þau aftur af stað inn í frumskóginn til að bíta. Ég sá hvernig hún beygði niður pálmatrén og kenndi kálfinum að þekkja yngstu og næringarríkustu blöðin. Mér fannst ég aldrei hafa komizt í kynni við jafnskemmti- leg dýr og fílana, en nokkrum dögum seinna gerðu þeir mér illa gramt í geði. Þeir höfðu rekizt á bækistöð okkar á fljóts- bakkanum meðan við vorum fjarverandi við vinnu okkar. Þegar við komum heim að kvöldi var allt brotið og braml- að. Þökin, sem við höfðum byggt, höfðu þeir rifið niður og stóru blikkkassana, sem við geymdum í mat og fatnað, höfðu þeir troðið undir fótum. Þeir eru óskaplega forvitnir, og þegar þeir sjá eitthvað nýtt, verða þeir að grandskoða það og leika sér að því. Það kemur oft fyrir á Súm- atra, þar sem mikið er um fíla, að þeir rífa upp símastaura á margra mílna kafla, þar sem þeir liggja gegnum frumskóg- inn. Rekist þeir á mannlausan bíl á afskekktum þjóðvegi, eiga þeir til að velta honum við til þess að sjá hvernig hann er að neðan. Maður getur brosað að þessari gamansemi fílanna — ef maður verður ekki fyrir barð. inu á henni sjálfur. Á Malakkaskaga, tólf mílum fyrir norðan Singapore, komst ég einu sinni í kynni við gaman- semi fílanna. Ég var í eftirlits- ferð í kínverskri sögunarverk- smiðju, sem stóð við fljóts- mynni. Hún fékk hráefni sitt frá birgðastöð um tíu km inni í landi. Frá birgðastöðinni lágu járnbrautarspor niður að sög- unarverksmiðjunni. Það var lít- ill, jafn halli alla leiðina, svo að ekki þurfti neina eimiæið til að draga vagnana. Þeir rmmu sjálfir með hlass sitt alla leið- ina niður að verksmiðju, en skógarhöggsmennirnir ýttu þeim tómum til baka á hverj- um morgni, þegar þeir fóru til vinnu sinnar. Ég sá hlaðna vagnana koma hvern á fætur öðrum. En allt í einu varð hlé og liðu tveir tím- ar án þess að nokkur vagn kæmi. Verkstjórinn bölvaði leti verkamannanna. Þegar fimm tímar liðu án þess nokkur vagn kæmi, lögðum við af stað upp með brautinni til þess að at- huga hverju þetta sætti. Við vorum komnir tæplega hálfa leið, þegar við sáum hóp fíla fyrir framan okkur. Og við brautina, þar sem fílarnir stóðu, lágu margir vagnar á hliðinni. Við stöldruðum við og horfðum undrandi á þetta. Ekki höfðum við lengi staðið þarna þegar við heyrðum vagn koma eftir spor- inu. Fílarnir heyrðu líka í hon-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.