Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 76

Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 76
74 ÚRVAL andúð á prédikun. En hann er ekki á verði gegn skáldsögu. Hann velur hana sjálfur og vill í rauninni falla fyrir henni. Hann svelgir hana í sig. Hann spyr kannski bókavörðinn: „Er þessi fyrir mig?“ rétt eins og hann spyrði lækni: „Er þetta nógu sterkt fyrir mig?“ Og bókavörðurinn svarar: „Nei, hún er helzt til bragðdauf fyrir þig,“ eða „Já, ég held þér geðj- ist að henni,“ eftir eigin skoðun um lundarfar lesandans, aldur hans o. s. frv. Bókaverðir eru iðulega spurð- ir: „Hvað á ég að lesa?“ og af- leiðing svarsins er oft furðu- leg, jafnvel í augum þeirra sjálfra. Að uppgötva lestrar- ánægjuna getur breytt lífi manna. Því að lestur er ein bezta, ódýrasta og varanlegasta skemmtunina, og hann krefst engra meðleikenda. Mesta ein- semdarfólk getur fundið félags- skap í bók; guðsvolaðasta sál jarðarinnar getur fundið þar einhvern frið. Og enginn veit víðfeðmi hugarflugs hennar. Ég var í skóla með garpi miklum, jafnaldra mínum. Hans yndi var hjór, stúlkur og fótbolti. Þetta var raunar eðlisgóðuf náungi, en opinn fyrir illum áhrifum, fæddur kumpán kúalubba. En í f jórða bekk hitti hann mikinn kennara, sem tilbað Shake- speare — og í leikritum Shake- speares kynntist þessi ungi garpur miklum fjölda garpa, sem voru ámóta ruddar og hann sjálfur, en miklu skemmtilegri. Og hann skildi Shakespeare ekki við sig allt til æviloka. Hann varð aldrei efstur í sínum bekk; hann var of þunnur til þess, eða of latur. Hann gat sér aldrei mikillar frægðar; hann komst ekki einu sinni í stjórnina, enda þótt hann hefði næstum því ver- ið rekinn úr skóla. Hann lézt innan við fertugt úr lifrarsýki. En hann lifði nytsömu lífi: Þegar hann eltist, varð hann sjálfstæður, og það sem meira er um vert, skemmtilegur mað- ur. Ekki varð annað sagt en líf hans hefði vel-lukkast. En á sautjánda árinu benti allt til þess, að hann færi í hund- ana, ef ekki í tugthús. Helftin af ódáðum unglings- áranna, — það er að segja flest- ir glæpir, — byrja út af leið- indum. Drengir og stúlkur frá tólf til átján ára aldurs búa yfir óskaplegum krafti, en hafa of lítið við hann að gera; þau búa einnig yfir mjög frjósömu og auðugu ímyndunarafli, sem fær næstum enga útrás. Ef þau sýna hugmyndaflug í klæðaburði, til dæmis, líkt og glingurskepnurn- ar, eru þau óðara stimpluð sem uppreisnarseggir og svara því ofur eðlilega með uppreisn. Ef þau sýna einhvern áhuga á bók- um, má mikið vera, að bækurn- ar séu ekki taldar ósiðlegar og á eld kastað. Og þá er ekkert líklegra en þau hætti að lesa með öllu og venjist á slæping. Það er mikill ábyrgðarhluti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.