Úrval - 01.06.1962, Page 86
94
ÚRVAL
legt ryk, aðrar eru næstum eins og
sandkorn. Þær agnir, sem ekki eru
stærri en reykagnir úr vindli, þyrl-
ast burt af ljósþrýstingnum frá sól-
inni, þegar halastjarnan nálgast
sólina. Þannig myndast hali hala-
stjörnunnar. Þær agnir, sem komast
inn í gufuhvolf jarðar í margra
km hæð og hafa einhverja ör-
litla stærð, mynda lýsandi rák f
efstu loftlögunum. Brautir þeirra
eru samhliða, en vegna fjarvíddar-
áhrifa (perspektiv) lítur út sem
þær komi frá vissum punkti á
himninum, líkt og járnbrautartein-
ar virðast báðir liggja frá sama
punkti langt burtu við sjóndeildar-
hringinn, en ekki alveg samhliða.
Hin fjölmörgu stjörnuhröp í á-
gúst virðast eiga upphaf sitt í
stjörnumerkinu Perseus, og þess
vegna kallast stjörnuhröpin í kring
um 12. ágúst „Perseid“-hröpin.
Þann 12. ágúst má sjá allt að
eitt stjörnuhrap á mínútu, þegar
fyrirbærið nær hámarki sínu.
En vikuna á undan þeim degi og
vikuna á eftir má samt einnig
greina sams konar stjörnuhröp.
Það bendir til, að þessi hringur
smáagna hljóti að vera dreifður
yfir óskaplega breidd.
Nú hefur stjörnufræðingur nokk-
ur, egypzkur prófessor, fullgert
ýmsa útreikninga viðvíkjandi þess-
um sérstöku stjömuhröpum, og
hann hefur sent „American Astro-
nomical Society“ (Bandar. Stjam-
fræðifélaginu) í Washington út-
reikninga þessa. Við skulum at-
huga, hvað hann segir.
Hann álítur að þessi sérstöku
stjörnuhröp séu af völdum Tuttle-
halastjörnunnar, sem sást síðast
árið 1862. Hún hefur ílanga braut,
sem hún rennur á enda á næstum
120 árum. Hún mun sem sé koma
í jarðarnánd aftur árið 1982. Stjarn
fræðingurinn hefur nú reiknað út
braut Tuttle-halastjörnunnar meira
en 40,000 ár aftur í tímann. Þar
eð brautin er svo löng og hala-
stjarnan hreyfist í öfuga stefnu við
allar pláneturnar, var nauðsynlegt
að nota nýjar aðferðir til þess að
mæla, hversu mikils fráviks frá
brautinni stóru pláneturnar höfðu
smám saman gefið tilefni til á
þessu langa tímabili. Fyrir nákvæm
lega 343 hringferðum, þ.e. fyrir
41.000 árum, kom Tuttle-halastjarn
an svo nálægt hinu mikla plánetu-
átvagli, plánetunni Júpíter, að hún
fékk nýja braut, sem hún hefur nú
og varð sú braut mjög ólík hinni
upprunalegu. Hann gerir ráð fyrir
því, að við þetta tækifæri hafi mik-
ill hluti af ryki halastjörnunnar og
smáögnum feykzt burt frá henni.
Þetta ryk dreifðist, en þó aðallega
inn á við í átt til sólar. Eftir 50
hringferðir í kringum sólu höfðu
agnirnar dreifzt jafnt um alla braut
halastjörnunnar. Áður fyrr virð-
ast rykagnirnar hafa hreyfzt í nokk
urn veginn samþjöppuðum hóp,