Úrval - 01.06.1962, Page 87
STJÖRNUHRÖP
95
svo að stjörnuhröp þessi áttu sér
þá aðeins stað í nokkra daga í
einu. En smám saman, er aldir liðu
dreifðust agnirnar meira og meira,
og þannig varð belti smáagnanna
sífellt breiðara, og þá er komin á-
stæðan fyrir því, að þessi stjörnu-
hröp má nú greina í lengri tíma í
einu, í allt að tvær vikur.
Þetta er mjög athyglisverð þró-
un. Nú verða menn bara að vona,
að hinn góði prófessor hafi reiknað
rétt. 40,000 ár er langt tímabil, þeg
ar reikna á aftur á bak, einkum
þegar um svo loftkennda hluti er
að ræða sem halastjörnur, sem eru
svo áhrifagjarnar, að þær birtast
sjaldan á réttum tíma og hafa þar
að auki tilhneigingu til að leysast
upp. Það er mjög skemmtilegt, að
athugun hefur leitt það í ljós, að
mögulegt er að sanna stjörnuhröp
með hjálp ratsjár. Smáögn, sem
þrýstist inn í efstu lög gufuhvolfs-
ins með hinum ofsalega hraða, 30
kílómetrum á sekúndu, hefur þau
áhrif á frumeindir loftsins, að þær
verða lýsandi. Þetta er það, sem
við sjáum. En hvað hefur þá eigin-
lega gerzt? Jú, smáögnin hefur far-
ið með slíkum hraða, að hún hefur
rutt rafeindum (elektrónum) lofts-
ins af braut sinni, svo að frum-
eindir loftsins hafa klofnað í ,iona‘
eins og það er kallað. Um leið hafa
frumeindirnar fengið rafmagns-
hleðslu, sem þær halda, þangað til
rafeindin hefur leitað aftur á sinn
upphaflega stað og tekið upp sína
upphaflegu stöðu. Við verðum að
minnast þess, að litla stjörnuhraps-
ögnin, sem er að vísu ekki stærri
en sandkorn eða svo, er þó líkt og
risavaxin kúla í samanburði við
frumeindirnar, þ.e. eins og heilt
hús í samanburði við matbaun. Þvf
er það ekki einkennilegt, að frum-
eindir billjónum saman hafa orðið
fyrir áhrifum, klofnað í „iona“.
Og þessi klofnun helzt f dálítinn
tíma, þ.e. þann tíma sem það tekur
rafeindirnar að komast á sinn upp-
haflega stað aftur. Hver rafeind,
sem leitar aftur á sinn fyrri stað,
hefur þau áhrif, að frumeindin
sendir frá sér Ijósgeisla. Og þar eð
þetta tekur dálítinn tíma, heilar
sekúndur, og um er að ræða ljós-
geisla billjónum saman, myndast
líkt og lýsandi rák. Stjörnuhraps-
rákin á því ekki rætur að rekja til
þess að litla ögnin hitni og verði
hvítglóandi, er hún fer í gegn um
gufuhvolf jarðarinnar, eins og
menn héldu áður fyrr.
Loft, sem klofnað hefur í „iona“,
varpar ratsjárbylgjum til baka.
Ratsjárbylgjur eru örstuttar (ultra)
útvarpsbylgjur. Geisli af siíkum ör-
stuttum útvarpsbylgjum er sendur
af sérstakri útvarpssendistöð, sem
byggð er í þessum tilgangi. Geisl-
inn hittir hinar rafhlöðnu frum-
eindir, og honum er síðan varpað
aftur til sendistöðvarinnar, sem
birtir mynd af þeim sem ljósum á