Úrval - 01.06.1962, Page 94

Úrval - 01.06.1962, Page 94
102 ÚR VAL þotu í Khartoum, klæddur fyrstu „menningarlegu“ fötunum sínum. Fjórum dögum síðar gekk hann inn í anddyri menntaskólans í Skagit-Valley, eftir að hafa komið við í New York og Washington, og tók á móti fagnaðaróskum nem- endanna. Tveggja ára ferðalag var á enda, og 12 þúsund mílur voru að baki. Hann hafði enn meðferðis snjáðu biblíuna sína og „Ferð píla- grímsins“. Seinna lýsti Kayira ferð sinni á samkomu nemendanna og sagði ennfremur: „Ég vona, að ég eigi einhvern tíma eftir að verða for- seti, forsætisráðherra eða eitthvað í þá áttina í föðurlandi mínu!“ „Nemendurnir hlógu sumir að mér“, sagði hann seinna, „en þeir voru mér vinsamlegir og viðræðu- góðir, og nú finnst mér allir í Ame- ríku vera orðnir vinir mínir“. Atwood-hjónin búa á myndar- legu sveitabýli átta mílur frá skól- anum og þangað flutti Kayira. Hann kynntist fljótlega börnunum sjö, en aldur þeirra var frá fjögurra ára til tvítugs. Á jólunum hékk einnig gjafasokkur handa honum yfir arninum. Það þótti honum vænt um. Skólasystkinin gleymdu honum heldur ekki, því að þau gáfu honum kuldaúlpu, og einnig bárust honum peningagjafir. Honum þótti mikið til koma, hve bókasafn menntaskólans var mynd- arlegt. Bókavörðurinn segir, að hann lesi nú miklu fleiri bækur úr safninu en nokkur annar nemandi. Kayira hefur mikinn hug á, að fleiri afri'sk ungmenni taki rögg á sig og afli sér menntunar í Banda- ríkjunum, og hann hefur örvað landa sína til þess. Litla Skagit- Valley-menntaskólanum hafa þegar borizt nokkrar umsóknir um skóla- vist frá afrískum piltum. Stundum situr Kayira langt fram á nótt við að svara bréfum. Honum hefur tek- izt að útvega nokkrum samlöndum sínum skólavist víðsvegar í Banda- ríkjunum, og nú hefur hann í hyggju að skrifa bók um kynni sín af Bandaríkjunum til að upp- örva landa sína. Fyrir sjálfan sig hefur hann gert þrjátíu ára áætlun, og lítur hún þannig út: Árið 1960 — 70: Nám í Bandaríkjunum með meistara- og doktorsgráðu í bæði læknisfræði og stjórnmálafræði sem takmark. 1970 — 1990 Kennsla í Nyasalandi, þjón- usta hjá ríkisstjórninni og og ef til vill hjónaband. „Landa mx'na vantar skóla, sjúkrahús og lækna“, segir hann, „ennfremur tæknimenntaða menn til að auka framleiðsluna við rækt- un og koma á fót iðnaði". Þegar ég kvaddi Kayira á sveita- býli þeirra Atwood-hjónanna, rifj- aðist upp fyrir mér, það sem rektor menntaskólans hafði sagt við mig:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.