Úrval - 01.06.1962, Qupperneq 94
102
ÚR VAL
þotu í Khartoum, klæddur fyrstu
„menningarlegu“ fötunum sínum.
Fjórum dögum síðar gekk hann
inn í anddyri menntaskólans í
Skagit-Valley, eftir að hafa komið
við í New York og Washington, og
tók á móti fagnaðaróskum nem-
endanna. Tveggja ára ferðalag var
á enda, og 12 þúsund mílur voru að
baki. Hann hafði enn meðferðis
snjáðu biblíuna sína og „Ferð píla-
grímsins“.
Seinna lýsti Kayira ferð sinni á
samkomu nemendanna og sagði
ennfremur: „Ég vona, að ég eigi
einhvern tíma eftir að verða for-
seti, forsætisráðherra eða eitthvað
í þá áttina í föðurlandi mínu!“
„Nemendurnir hlógu sumir að
mér“, sagði hann seinna, „en þeir
voru mér vinsamlegir og viðræðu-
góðir, og nú finnst mér allir í Ame-
ríku vera orðnir vinir mínir“.
Atwood-hjónin búa á myndar-
legu sveitabýli átta mílur frá skól-
anum og þangað flutti Kayira. Hann
kynntist fljótlega börnunum sjö, en
aldur þeirra var frá fjögurra ára
til tvítugs. Á jólunum hékk einnig
gjafasokkur handa honum yfir
arninum. Það þótti honum vænt
um. Skólasystkinin gleymdu honum
heldur ekki, því að þau gáfu honum
kuldaúlpu, og einnig bárust honum
peningagjafir.
Honum þótti mikið til koma, hve
bókasafn menntaskólans var mynd-
arlegt. Bókavörðurinn segir, að
hann lesi nú miklu fleiri bækur úr
safninu en nokkur annar nemandi.
Kayira hefur mikinn hug á, að
fleiri afri'sk ungmenni taki rögg á
sig og afli sér menntunar í Banda-
ríkjunum, og hann hefur örvað
landa sína til þess. Litla Skagit-
Valley-menntaskólanum hafa þegar
borizt nokkrar umsóknir um skóla-
vist frá afrískum piltum. Stundum
situr Kayira langt fram á nótt við
að svara bréfum. Honum hefur tek-
izt að útvega nokkrum samlöndum
sínum skólavist víðsvegar í Banda-
ríkjunum, og nú hefur hann í
hyggju að skrifa bók um kynni
sín af Bandaríkjunum til að upp-
örva landa sína.
Fyrir sjálfan sig hefur hann gert
þrjátíu ára áætlun, og lítur hún
þannig út: Árið 1960 — 70: Nám í
Bandaríkjunum með meistara- og
doktorsgráðu í bæði læknisfræði og
stjórnmálafræði sem takmark. 1970
— 1990 Kennsla í Nyasalandi, þjón-
usta hjá ríkisstjórninni og og ef til
vill hjónaband.
„Landa mx'na vantar skóla,
sjúkrahús og lækna“, segir hann,
„ennfremur tæknimenntaða menn
til að auka framleiðsluna við rækt-
un og koma á fót iðnaði".
Þegar ég kvaddi Kayira á sveita-
býli þeirra Atwood-hjónanna, rifj-
aðist upp fyrir mér, það sem rektor
menntaskólans hafði sagt við mig: