Úrval - 01.06.1962, Qupperneq 141
FEIGÐARFÖR MARIE JEANNE
149
um. Við sandrifin, sem teygðu sig
um 100 mílur umhverfis Seychelles
lá straumurinn í tvær áttir, — suð-
ur og norður. Marie Jeanne ræki
ef til vill í öðrum hvorum þessara
strauma, — en hvorum?
Gamli sjómaðurinn, René Hoar-
eu, sagði: „Einu sinni missti ég öll
seglin í ofviðri. Bátinn rak suð-
suðaustur“. Nú var ákveðið að
senda öll skip r þá átt. Þeir komu
aftur á fimmtudegi frá Coetivy,
sem er um 170 mrlur í suðaustri,
— og höfðu einskis orðið varir.
Sú var reyndin, að Marie Jeanne
rak í suð-vestur. Nú var kominn
þriðjudagsmorgunn. Indlandshafið
var r suðri fáfarin siglingaleið, og
þar var ekkert að sjá nema fáein-
ar dreifðar eyðieyjar.
Drykkjarvatnið á skipinu var
þrotið. Corgat tók matarbirgðirnar
i sína umsjá, fékk Rondeau til að
matreiða og sjá um, að unglingarn-
ir fengju aukabita. Rondeau fleygði
ekki einu sinni hýðinu af ávöxtun-
um, — en þrátt fyrir nýtni hans,
Var allur maturinn uppurinn eftir
10 daga.
Það var hræðilega heitt í litlu ká-
etunni, sem nú var eina skýli
þeirra gegn miðbaugssólinni. Þama
lágu konurnar á trébekkjum og
náðu naumast andanum vegna hit-
ans. Rondeau og þrír drengjanna
höfðust einnig við þarna, en Selby,
sem var allra yngstur, lá í vélar-
húsinu hjá karlmönnunum.
Einn var alltaf á verði, og öðru
hvoru skvetti hann sjó á káetuþak-
ið til að reyna að kæla það. Enn
var haldið í lífsvonina.
Á daginn var svo heitt, að þilj-
urnar skorpnuðu. Á nóttunni þrýsti
fólkið sér hvert að öðru til að
halda á sér hita. í dögun var von-
azt eftir dögg, sem mætti sleikja
með bólgnum tungunum. Stund-
um sáu þau regn á einangruðum
svæðum skammt frá þeim. Það
rigndi aldrei á bátinn. „Þetta er
eins og martröð,“ skrifaði Corgat
í dagbók sfna.
Á 13. degi voru þau öll í móki,
þegar skyndilega kom vindhviða
á bátinn. Báturinn tók miklar dýf-
ur, og nú héldu þau, að úti væri
um Marie Jeanne.
En þá lægði vindinn skyndilega,
og regnið kom. Þau fóm úr fötun-
um, og létu regnið streyma niður
á sig nakin. Þau reyndu að grípa
í lófana vatnið, sem streymdi af
seglunum. Þau fylltu öll íiát, sem
þau höfðu: „Við þökkum þér guð
fyrir þessa náð,“ skrifar Corgat í
dagbók sína.
Regnið hressti þau, — og nú
reyndu þau að veiða sér fisk til
matar með beygðum vír. Fiskur-
inn beit ekki á. Þau festu harðan
málm á ár og reyndu að skutla
fiskinn, en án árangurs. Á 15. degi
lenti lítill flugfiskur á seglinu og