Úrval - 01.06.1962, Side 143
FEIGÐARFÖR MARÍE JEANNE
151
anaðkomandi aðstoð. Frönsku
stjórnarvöldin á Madagaskar höfðu
verið beðin um leitarflugvél, —
en bóninni var svarað á þá leið, að
leit sem þessi væri utan leitar-
svæðis flugvélanna, en þeir buðust
til að senda herskip með radar.
Þetta var talið óhentugt og boðinu
hafnað.
Catalina sjóflugvél frá Austur-
Afríku kom 1000 mílna leið yfir
hafið frá Mombasa tii Victoria.
En það var ekkert flugvélaelds-
neyti til á Mahé og svæði það, sem
þessi stóra flugvél gat leitað á, var
takmarkað.
Samkvæmt dagbók Corgats var
það á 36. degi, sem Laurence hróp-
aði tryllingslega: „Þarna er Aga-
lega!“ Allir, sem gátu hreyft sig,
mjökuðu sér út að borðstokknum
til að sjá. Óljós, dökk rák, — það
var allt og sumt. Laurence lagfærði
seglin og tók vörðinn. „Ef vindur-
inn helzt af þessari átt tekst okk-
ur það,“ sagði hann.
Báturinn nálgaðist landið. Trén
og húsin komu í ljós. Þeir, sem
gátu, veifuðu höndunum til að
vekja á sér athygli. Þá lygndi.
„Það kemur aftur vindur,“ sagði
Laurence.
En þegar vindurinn kom, rak
Marie Jeanne í öfuga átt. Laurence
reyndi öll ráð sem hann kunni, en
allt kom fyrir ekki. „Þetta er von-
laust,“ sagði hann, að lokum. „Við
verðum að róa,“ sagði Corgat. Það
voru tvær litlar árar um bofð, en
engir keipar. Karlmennirnir tóku
til áranna af veikum mætti, en ör-
væntingin gaf þeim kraft. Þeir
hrópuðu upp yfir sig af gremju, er
þeir börðust við að minnka bilið
milli Marie Jeanne og lands. En
þótt þeir reyndu að halda stefn-
unni til Agalega, rak vindurinn
þungan bátinn í öfuga átt. Loks
slepptu ræðararnir árunum og gáf-
ust upp. Eyjan hvarf.
Eftir þetta breyttist Laurence.
Hann gaf upp aila von, og þegar
að þvf kom, að hann skyldi standa
vörð, neitaði hann því með þess-
um orðum: „Til hvers? Látum
hann reka.“
En hinir gáfust ekki upp. Vidot
stóð fjórar klukkustundir á verði.
Hann var enn ekki tilbúinn að
Ieggjast niður og deyja.
Á 37. degi settust enn tveir stór-
ir sjávarfuglar á stefnið. Vidot
lagði einn á sig það erfiði að ná
þeim. Hann var svo veikburða, að
hann batt reipi um mitti sér tii
þess ,að hann félli ekki útbyrðis,
þótt hann hrasaði. Hann náði fugl-
unum, og í þetta skipti deildi hann
blóðinu með Selby Corgat. Þegar
allt kjötið var uppurið, sugu þau
beinin.
Á 39. degi vaknaði fólkið af
dvala, er það eygði aðra eyju.
Hún virtist mjög nálægt.