Úrval - 01.06.1962, Síða 143

Úrval - 01.06.1962, Síða 143
FEIGÐARFÖR MARÍE JEANNE 151 anaðkomandi aðstoð. Frönsku stjórnarvöldin á Madagaskar höfðu verið beðin um leitarflugvél, — en bóninni var svarað á þá leið, að leit sem þessi væri utan leitar- svæðis flugvélanna, en þeir buðust til að senda herskip með radar. Þetta var talið óhentugt og boðinu hafnað. Catalina sjóflugvél frá Austur- Afríku kom 1000 mílna leið yfir hafið frá Mombasa tii Victoria. En það var ekkert flugvélaelds- neyti til á Mahé og svæði það, sem þessi stóra flugvél gat leitað á, var takmarkað. Samkvæmt dagbók Corgats var það á 36. degi, sem Laurence hróp- aði tryllingslega: „Þarna er Aga- lega!“ Allir, sem gátu hreyft sig, mjökuðu sér út að borðstokknum til að sjá. Óljós, dökk rák, — það var allt og sumt. Laurence lagfærði seglin og tók vörðinn. „Ef vindur- inn helzt af þessari átt tekst okk- ur það,“ sagði hann. Báturinn nálgaðist landið. Trén og húsin komu í ljós. Þeir, sem gátu, veifuðu höndunum til að vekja á sér athygli. Þá lygndi. „Það kemur aftur vindur,“ sagði Laurence. En þegar vindurinn kom, rak Marie Jeanne í öfuga átt. Laurence reyndi öll ráð sem hann kunni, en allt kom fyrir ekki. „Þetta er von- laust,“ sagði hann, að lokum. „Við verðum að róa,“ sagði Corgat. Það voru tvær litlar árar um bofð, en engir keipar. Karlmennirnir tóku til áranna af veikum mætti, en ör- væntingin gaf þeim kraft. Þeir hrópuðu upp yfir sig af gremju, er þeir börðust við að minnka bilið milli Marie Jeanne og lands. En þótt þeir reyndu að halda stefn- unni til Agalega, rak vindurinn þungan bátinn í öfuga átt. Loks slepptu ræðararnir árunum og gáf- ust upp. Eyjan hvarf. Eftir þetta breyttist Laurence. Hann gaf upp aila von, og þegar að þvf kom, að hann skyldi standa vörð, neitaði hann því með þess- um orðum: „Til hvers? Látum hann reka.“ En hinir gáfust ekki upp. Vidot stóð fjórar klukkustundir á verði. Hann var enn ekki tilbúinn að Ieggjast niður og deyja. Á 37. degi settust enn tveir stór- ir sjávarfuglar á stefnið. Vidot lagði einn á sig það erfiði að ná þeim. Hann var svo veikburða, að hann batt reipi um mitti sér tii þess ,að hann félli ekki útbyrðis, þótt hann hrasaði. Hann náði fugl- unum, og í þetta skipti deildi hann blóðinu með Selby Corgat. Þegar allt kjötið var uppurið, sugu þau beinin. Á 39. degi vaknaði fólkið af dvala, er það eygði aðra eyju. Hún virtist mjög nálægt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.