Úrval - 01.06.1962, Side 157
JIVAÐ ER IWNA AÐ GERA IJÉR?
165
En svo sprakk kúlan! Vorið 1943
kom flotamálaráðherrann, Frank
Knox í eftirlitsferð, og ég, ásamt
nokkrum öðrum fréttaljósmyndur-
um, var viðstödd móttökuathöfn-
ina í foringjaklúbbnum. Þá vildi
mér það óhapp til, að blossaljós-
kúlan sprakk með snörpum hvelli;
samstundis kom í ljós hverjir af
viðstöddum voru í leyniþjónust-
unni, því þeir gripu óðara hendi
um marghleypurnar, sem þeir báru
innanklæða, er þeir heyrðu hvell-
inn . . . svo varð löng þögn, unz
ég sagði hvísllágt: „Ég biðst af-
sökunar“. Því miður vakti þessi
meinleysislegi atburður athygli á
mér á hærri stöðum, og um leið
varð uppvíst að ég var eiginkona
eins af hermönnunum. Yfirforingi
Tonys bauð honum tafarlaust að
senda mig heim og þegar Tony
benti honum á að ég dveldist þarna
samkvæmt leyfi frá Washington,
svaraði hann: „Ég get að vísu ekki
ógilt gerðir þeirra í Washington;
aftur á móti hef ég fullt vald til
að senda yður á brott“. Og það
gerði hann á stundinni.
Skilnaður okkar varð þó ekki
langur. Ég hélt von bráðar heim
til New York til að skrifa bækur
um flug og flugmenn, en um svip-
að leyti var Tony fengið það verk-
efni að undirbúa ljósmyndunar-
stöðvar á vegum hersins í Austur-
löndum fjær, og að þeim undir-
búningi varð hann að vinna í New
York! Ég gerðist því húsmóðir
aftur, auk þess sem ég skrifaði
2000 orð á hverjum einasta degi.
Þetta venjubundna puð varð ég að
láta mér lynda fullt ár og það ætl-
aði mig lifandi að drepa. Það
krafðist meiri sjálfsögunar, en ég
hafði áður þurft að beita.
Hafi ég síðan fundið til hiks eða
kvíða ef ég hef átt að hætta mér
inn fyrir járntjaldið eða stökkva í
fallhlíf út úr flugvél, þá hef ég
ekki þurft annars við til að láta
slag standa en segja við sjálfa
mig: „Það er þó skárra, en að verða
að skrifa 2000 orð á dag“.
Svo varð Tony að halda að heim-
an. Ég var staðráðin í að vera hon-
um eins nálæg og unnt var, svo
ég réði mig hjá tímaritsútgáfu til
að skrifa greinar um átökin á
Kyrrahafi og sótti um leyfi til
hernaðaryfirvaldanna. Slíkt leyfi
skuldbindur viðkomandi til að lúta
heraga, þótt hann teljist ekki í
hernum, en á móti kemur svo ein-
kennisbúningurinn, ókeypis viður-
væri og aðstaða til að fylgjast
sem nánast með öllum atburðum.
Tíu dögum eftir að ég sendi um-
sóknina, varð Tony að bíta í það
eplið, sem hlýtur að vera hverjum
eiginmanni súrt á bragðið — brott-
för hans var allt í einu dregin á
langinn, en leyfið, sem ég hafði
gert ráð fyrir að ég mundi ekki
fá fyrr en að þrem mánuðum liðn-
um, var afgreitt tafarlaust. Hann